Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 09:38 Likud-flokkur Netanjahús gæti í fyrsta sinn í tólf ár verið í stjórnarandtöðu takist Netanjahú að tryggja stjórnarmeirihluta. AP/Maya Alleruzzo Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56