Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 29. apríl 2021 11:59 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkun vísutölu neysluverðs vera langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. Vísir/Egill/Vilhelm Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19