Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 29. apríl 2021 11:59 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkun vísutölu neysluverðs vera langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. Vísir/Egill/Vilhelm Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hækkar vísitala neysluverð um 0,71 prósent á milli mánaða. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir hækkunina langt umfram væntingar en það sé tvennt sem skýri þróunina. „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Mjólkurvörurnar vega þungt Jón Bjarki segir að hækkunin á mjólkurvörum hafi vegið þungt, en hún var ákveðin um síðustu mánaðarmót af verðlagsnefnd búvara. „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd. Kannski skringilegt að þetta sé að koma akkúrat á þessum tíma.“ Hann bendir á að hraða hækkun íbúðarverðs megi meðal annars rekja til þess að vaxtastig er nú sögulega hagstætt þar sem meginvextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri eða 0,75 prósent. Þá hafi flest heimili sloppið vel við kreppuáhrifin og margir hafi meira fé á milli handanna. Það er vegna þess að neysluþættir á borð við viðburðir hafa ekki verið á borinu undanfarna fjórðunga. Á sama tíma eru margir að horfa til að stækka við sig. Farið að vinna meira heima.“ Seðlabankinn með fleiri tól Seðlabankastjóri hefur sagt að mögulega verði gripið til vaxtahækkana haldist verðbólga lengi yfir verðbólgumarkmiði bankans sem er 2,5 prósent. Líkt og áður segir mælist ársverðbólgan nú 4,6 prósent. Jón Bjarki segist þó eiga von á því að bankinn bíði fleiri mælinga á íbúðaverði áður en gripið yrði til þess. „Það er rétt að halda því líka til haga að bankinn hefur fleiri tól til þess að bregðast við verðþrýstingi á íþúðamarkaði ef hann telur ekki að sú þróun ein og sér kalli á vaxtahækkun, þá getur hann gripið ráða eins og til dæmis að setja hámark á lánsfjárhlutfall. Það er að segja að Seðlabankinn hefur vald til þess að skilyrða lánastofnanir til að lána fyrir lægra hámark en þeir gera í dag.. Lána til dæmis upp að sextíu prósent af kaupverði eða einhverja slíka tölu. “ Líkurnar á vaxtahækkun séu þó að aukast með þrálátari verðbólgu. „Sérstaklega ef að efnahagsástandið fer að batna með endurkomu ferðaþjónustunnar og batnandi vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19