Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2021 14:36 Marta Guðjónsdóttir hellir sér yfir sinn fyrrum félaga, Gísla Martein, í pistli sem hefur vakið verulega mikla athygli. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. Ljóst er að verulegt óþol hefur gripið um sig innan Sjálfstæðisflokksins en svo virðist sem Gísli Marteinn fari mjög fyrir brjóstið á fyrrum félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum en Gísli Marteinn var einmitt borgarfulltrúi flokksins á sínum tíma. Því er það svo að Marta ávarpar hann afar kumpánlega; Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt.“ Segir Gísla Martein fara með ítrekuð ósannindi Það sem einkum stendur í Sjálfstæðismönnum er málflutningur Gísla Marteins í skipulagsmálum vestur í bæ hvar hann rekur kaffihús og býr. Marta segir að tvær afbrags konur úr Sjálfstæðisflokknum, þær Þórdís Pálsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, hafi svarað „ósannindum“ hans. Og nú sjái hún sig knúna til að bætast í þann hóp. Mörtu var nefnilega brugðið þegar hún heyrði viðtal við Gísla í útvarpsþættinum Bakarínu. Marta segir að Gísli Marteinn hafi ítrekað orðið uppvís af ósannindum. Að Sjálfstæðismenn séu á móti því að ökuhraði í hverfum borgarinnar verði lækkaður, að Sjálfstæðisflokkurinn berjist fyrir auknum ökuhraða þar og að þeir séu á móti þeirri þróun að fólk siti „úti við á bekkjum í boði Reykjavíkurborgar, drekki þar bjór og kaffi í boði Kaffi Vest, borði þar í boði Brauð og Co og Hagavagnsins, spjalli saman, umferðaröryggi aukist, hávaða- og umferðarmengun minnki og að mannlíf verði margfalt meira. […] Allt eru þetta rakalaus og vísvitandi ósannindi, haldið fram í flokkáróðursskyni, ekki óviljandi rangfærslur.“ Áður prinsessa flokksins nú prinsessa RÚV Marta segir að þetta viti Gísli vel því hann var í þeirra röðum, þegar það hentaði hans hagsmunum. Nú sé honum, þegar allt kemur til alls, í raun aðeins illa við eina grasrót í einum flokki. Og hvers vegna? „jú. Þú varst ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pitsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót,“ skrifar Marta. Marta rifjar upp að Gísli hafi verið við nám í Edinborg á sama tíma og hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Og skorar þá hann á að sleppa lausum pirringi frá árinu 2006. En hann skuli ekki láta sér til hugar koma að Sjálfstæðismenn í Reykjavík leggi upp laupana. „Ekki einu sinni fyrir tilstilli prinsessunnar á bauninni, hvort sem það ert nú þú eða aðrar álíka.“ Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Veitingastaðir Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Ljóst er að verulegt óþol hefur gripið um sig innan Sjálfstæðisflokksins en svo virðist sem Gísli Marteinn fari mjög fyrir brjóstið á fyrrum félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum en Gísli Marteinn var einmitt borgarfulltrúi flokksins á sínum tíma. Því er það svo að Marta ávarpar hann afar kumpánlega; Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt.“ Segir Gísla Martein fara með ítrekuð ósannindi Það sem einkum stendur í Sjálfstæðismönnum er málflutningur Gísla Marteins í skipulagsmálum vestur í bæ hvar hann rekur kaffihús og býr. Marta segir að tvær afbrags konur úr Sjálfstæðisflokknum, þær Þórdís Pálsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, hafi svarað „ósannindum“ hans. Og nú sjái hún sig knúna til að bætast í þann hóp. Mörtu var nefnilega brugðið þegar hún heyrði viðtal við Gísla í útvarpsþættinum Bakarínu. Marta segir að Gísli Marteinn hafi ítrekað orðið uppvís af ósannindum. Að Sjálfstæðismenn séu á móti því að ökuhraði í hverfum borgarinnar verði lækkaður, að Sjálfstæðisflokkurinn berjist fyrir auknum ökuhraða þar og að þeir séu á móti þeirri þróun að fólk siti „úti við á bekkjum í boði Reykjavíkurborgar, drekki þar bjór og kaffi í boði Kaffi Vest, borði þar í boði Brauð og Co og Hagavagnsins, spjalli saman, umferðaröryggi aukist, hávaða- og umferðarmengun minnki og að mannlíf verði margfalt meira. […] Allt eru þetta rakalaus og vísvitandi ósannindi, haldið fram í flokkáróðursskyni, ekki óviljandi rangfærslur.“ Áður prinsessa flokksins nú prinsessa RÚV Marta segir að þetta viti Gísli vel því hann var í þeirra röðum, þegar það hentaði hans hagsmunum. Nú sé honum, þegar allt kemur til alls, í raun aðeins illa við eina grasrót í einum flokki. Og hvers vegna? „jú. Þú varst ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pitsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót,“ skrifar Marta. Marta rifjar upp að Gísli hafi verið við nám í Edinborg á sama tíma og hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Og skorar þá hann á að sleppa lausum pirringi frá árinu 2006. En hann skuli ekki láta sér til hugar koma að Sjálfstæðismenn í Reykjavík leggi upp laupana. „Ekki einu sinni fyrir tilstilli prinsessunnar á bauninni, hvort sem það ert nú þú eða aðrar álíka.“
Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Veitingastaðir Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30