Íslensk CrossFit stjarna sagði frá kynferðislegu áreiti sem hún hefur orðið fyrir á netinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 08:30 Sólveig Sigurðardóttir er enn með í baráttunni um sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@solasigurdardottir Tvær þekktar CrossFit íþróttakonur sögðu Morning Chalk Up vefnum frá ömurlegri reynslu sinni af kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir á samfélagsmiðlum og önnur þeirra er hin íslenska Sólveig Sigurðardóttir. Morning Chalk Up fékk þær Sólveigu Sigurðardóttur og Dani Speegle til að segja frá upplifun sinni af perraskap og kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Dani Speegle keppti á heimsleikunum 2019 og Sólveig hefur tvisvar keppt í liðakeppni á heimsleikunum. Sólveig Sigurðardóttir er ein af íslensku CrossFit konunum sem tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit í ár en Sólveig endaði í 44. sæti í Evrópuhluta átta manna úrslitanna. Sextíu efstu komust áfram í undanúrslitamótin. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sólveig er á samningi hjá Nike og er með meira en 136 þúsund fylgjendur á Instagram. Það er ljóst að þrátt fyrir að flestir vilji henni allt hið besta og helli yfir hana hrósinu á netinu þá leynast heldur betur svartir sauðir inn á milli. Tóninn hefur breyst upp á síðkastið Morning Chalk Up hefur ýmislegt svakalegt eftir Sólveigu en hún var þar að segja frá ógeðslegum skilaboðum sem hún hefur fengið. Hún segir að þetta hafi byrjað sem sakleysislegar athugasemdir en svo fóru hlutirnir að breytast. Sólveig segir nefnilega að tóninn hafi breyst mikið upp á síðkastið. „Þetta hefur verið agressívara undanfarið ár,“ sagði Sólveig og hún nefnir sérstaklega einn mann sem svaraði mynd sem hún setti inn í sögu hjá sér. „Það var þarna einn maður sem vildi stunda kynlíf með mér. Hann sagði meðal annars: Bíddu bara þar til ég hef lokið mér af. Auðvitað loka ég á viðkomandi um leið og ég sé svona skilaboð. Þessi var hins vegar búinn að senda mér slík skilaboð í nokkurn tíma en ég hafði bara ekki tekið eftir því,“ sagði Sólveig í viðtalinu við Morning Chalk Up. Sólveig segist fá mikið af sóðalegum og ógeðslegum skilaboðum. Hún tekur dæmi um einn perrann. Verður ekki vanalega hrædd „Hann sagði að ef ég væri ekki hrifin af þessu þá ætti ég bara að halda fótunum mínum saman. Hann sagði líka að ég þyrfti að verða mér út um getnaðarvörn þegar hann væri búinn ljúka sér af með mig. Ég er ekki persóna sem verð hrædd en þegar ég las þetta þá hugsaði ég. Hvernig væri að hitta þennan gæja þegar ég væri ein?,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir í viðtalinu við Morning Chalk Up. Sólveig birtir sjálf þetta umrædda viðtalsbrot úr greininni og fer betur yfir það hvernig hún hefur lært að lifa með þessum ömurlega fylgikvilla þess að vera orðin vinsæl íþróttakona á samfélagsmiðlum. Þar segir Sólveig að þessi miklu fjöldi fylgjenda sé vissulega að skila henni nýjum tækifærum í formi fríðinda og nýrra styrktaraðila. Sólveig er þakklát fyrir það og segir að auðvitað sé það hvetjandi fyrir sig að fá góðan og hvetjandi stuðning á samfélagsmiðlum. Sólveig segist stundum hafa svarað skilaboðum til sín og úr hafi oft orðið skemmtilegt spjall en það var ekki alltaf. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Nokkur af slíkum samtölum enduðu hins vegar ekki vel og á þeim tíma þá var ég ekki tilbúin eða varin fyrir þessum klámfengnu og perralegu skilaboðum sem ég fékk til baka. Ég er miklu betur undirbúin í dag til að lenda í slíku en það er einungis af því að ég hef breytt því hvernig ég nálgast mína samfélagsmiðla. Þegar ég hugsa um það þá er það samt ömurlegt að ég hafi þurft að breyta mínum venjum,“ sagði Sólveig. Greinin að koma á góðum tíma „Þessi grein í Morning Chalk Up er án efa að koma á góðum tíma. Ég veit að það eru fullt af stelpum þarna úti sem upplifa það að fá svona skilaboð. Þó að við látum þetta ekki á okkur fá og reynum að veita þessu ekki neina athygli þá skilur þetta alltaf eftir óþægilega tilfinningu,“ sagði Sólveig sem var tilbúin að vekja athygli á þessu vandamáli. „Við eigum að tala um þetta og taka á þessu og þetta er eitt skref til viðbótar í rétta átt,“ sagði Sólveig í færslu sinni á Instagram en hana má sjá alla hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Morning Chalk Up fékk þær Sólveigu Sigurðardóttur og Dani Speegle til að segja frá upplifun sinni af perraskap og kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Dani Speegle keppti á heimsleikunum 2019 og Sólveig hefur tvisvar keppt í liðakeppni á heimsleikunum. Sólveig Sigurðardóttir er ein af íslensku CrossFit konunum sem tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit í ár en Sólveig endaði í 44. sæti í Evrópuhluta átta manna úrslitanna. Sextíu efstu komust áfram í undanúrslitamótin. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sólveig er á samningi hjá Nike og er með meira en 136 þúsund fylgjendur á Instagram. Það er ljóst að þrátt fyrir að flestir vilji henni allt hið besta og helli yfir hana hrósinu á netinu þá leynast heldur betur svartir sauðir inn á milli. Tóninn hefur breyst upp á síðkastið Morning Chalk Up hefur ýmislegt svakalegt eftir Sólveigu en hún var þar að segja frá ógeðslegum skilaboðum sem hún hefur fengið. Hún segir að þetta hafi byrjað sem sakleysislegar athugasemdir en svo fóru hlutirnir að breytast. Sólveig segir nefnilega að tóninn hafi breyst mikið upp á síðkastið. „Þetta hefur verið agressívara undanfarið ár,“ sagði Sólveig og hún nefnir sérstaklega einn mann sem svaraði mynd sem hún setti inn í sögu hjá sér. „Það var þarna einn maður sem vildi stunda kynlíf með mér. Hann sagði meðal annars: Bíddu bara þar til ég hef lokið mér af. Auðvitað loka ég á viðkomandi um leið og ég sé svona skilaboð. Þessi var hins vegar búinn að senda mér slík skilaboð í nokkurn tíma en ég hafði bara ekki tekið eftir því,“ sagði Sólveig í viðtalinu við Morning Chalk Up. Sólveig segist fá mikið af sóðalegum og ógeðslegum skilaboðum. Hún tekur dæmi um einn perrann. Verður ekki vanalega hrædd „Hann sagði að ef ég væri ekki hrifin af þessu þá ætti ég bara að halda fótunum mínum saman. Hann sagði líka að ég þyrfti að verða mér út um getnaðarvörn þegar hann væri búinn ljúka sér af með mig. Ég er ekki persóna sem verð hrædd en þegar ég las þetta þá hugsaði ég. Hvernig væri að hitta þennan gæja þegar ég væri ein?,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir í viðtalinu við Morning Chalk Up. Sólveig birtir sjálf þetta umrædda viðtalsbrot úr greininni og fer betur yfir það hvernig hún hefur lært að lifa með þessum ömurlega fylgikvilla þess að vera orðin vinsæl íþróttakona á samfélagsmiðlum. Þar segir Sólveig að þessi miklu fjöldi fylgjenda sé vissulega að skila henni nýjum tækifærum í formi fríðinda og nýrra styrktaraðila. Sólveig er þakklát fyrir það og segir að auðvitað sé það hvetjandi fyrir sig að fá góðan og hvetjandi stuðning á samfélagsmiðlum. Sólveig segist stundum hafa svarað skilaboðum til sín og úr hafi oft orðið skemmtilegt spjall en það var ekki alltaf. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Nokkur af slíkum samtölum enduðu hins vegar ekki vel og á þeim tíma þá var ég ekki tilbúin eða varin fyrir þessum klámfengnu og perralegu skilaboðum sem ég fékk til baka. Ég er miklu betur undirbúin í dag til að lenda í slíku en það er einungis af því að ég hef breytt því hvernig ég nálgast mína samfélagsmiðla. Þegar ég hugsa um það þá er það samt ömurlegt að ég hafi þurft að breyta mínum venjum,“ sagði Sólveig. Greinin að koma á góðum tíma „Þessi grein í Morning Chalk Up er án efa að koma á góðum tíma. Ég veit að það eru fullt af stelpum þarna úti sem upplifa það að fá svona skilaboð. Þó að við látum þetta ekki á okkur fá og reynum að veita þessu ekki neina athygli þá skilur þetta alltaf eftir óþægilega tilfinningu,“ sagði Sólveig sem var tilbúin að vekja athygli á þessu vandamáli. „Við eigum að tala um þetta og taka á þessu og þetta er eitt skref til viðbótar í rétta átt,“ sagði Sólveig í færslu sinni á Instagram en hana má sjá alla hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira