Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2021 13:47 Slökkviliðsmaður að störfum við Bræðraborgarstíg 1 25. júní 2020. Vísir/vilhelm Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. Þá lýstu tveir menn sem voru að gera upp hús á Vesturgötu, beint á móti Bræðraborgarstíg, mjög einkennilegri hegðun manns, sem virðist hafa verið ákærði Marek Moszczynski, nokkrum mínútum áður en eldurinn kviknaði. Þetta kom fram á öðrum degi aðalmeðferðar í málinu sem hófst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann er viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hér fyrir neðan má nálgast það sem áður kom fram við réttarhöldin í morgun. Fimm sólgleraugu og föt á bakinu Annar mannanna sem var að vinna í húsinu á Vesturgötu daginn sem kviknaði í sagði fyrir dómi að hann hefði tekið eftir skarkala úti og hann þá litið út um gluggann. Þar hefði hann séð mann henda sólgleraugum út um glugga á herbergi í húsinu við Bræðraborgarstíg, um fimm pörum. Þetta hefði verið maður sem hann sá láta „skringilega“ og verið ör og æstur fyrir utan húsið daginn áður. Þessi maður er talinn vera ákærði, Marek. Nokkrum mínútum eftir að sólgleraugunum var hent út hefði þessi sami maður komið út úr húsinu með föt á bakinu og gengið upp Bræðraborgarstíginn. Nokkrum mínútum eftir það sá vitnið reyk leggja út um gluggann á herberginu þar sem maðurinn hafði hent sólgleraugunum út. Hann kvaðst hafa hringt strax í Neyðarlínuna og farið svo að berja húsið að utan. Hann kvaðst áður hafa talað um það við hinn manninn, húsráðanda að Vesturgötu, að talsverð brunahætta væri af húsinu við Bræðraborgarstíg. Frásögn þess síðarnefnda var nokkuð sambærilegt. Hann sagði jafnframt að ástand á vettvangi hefði verið „mjög ljótt“ og að blóð hefði verið á götunni við húsið. Sáu konuna stökkva út Fjórir lögreglumenn, þar af tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra, sem voru með þeim fyrstu á vettvang komu einnig fyrir dóminn í morgun. Sá fyrsti, sem gerði frumskýrslu af málinu, sagðist strax hafa farið að suðurhlið hússins, þar sem voru kona og karl á þriðju hæð. Húsið hefði þá verið alelda. Konan hefði stokkið út en skollið með höfuðið á ruslagámi. Hún hefði strax misst meðvitund, mikið blóð hefði lekið út um nefið á henni og endurlífgun hafin strax. Konan lést af sárum sínum. Marek ásamt verjanda sínum Stefáni Karli Kristjánssyni í dómsal í morgun.Vísir/Stína Þá hefði félagi hans reynt að hjálpa manninum. Portið sem lögreglumennirnir stóðu í hefði svo fyllst af reyk þegar stigi sem reynt var að koma upp að þriðju hæð rakst í glugga á annarri hæð, svo eldur og reykur áttu greiða leið út. Maðurinn hafi ekki sést meir; hann hefði horfið inn í reykinn og ekki verið unnt að hjálpa honum frekar. Lögreglumaður sem reyndi að hjálpa þessum manni hafði svipaða sögu að segja. Hann sagðist hafa heyrt hróp og köll og verið í augnsambandi við manninn. Hann hefði að endingu horfið inn í reykinn. „Við heyrðum mikil öskur og svo sá ég hann ekki meir.“ Í gulum jakkafötum grunaður um íkveikju Þá lýsti fyrsti lögreglumaðurinn því að maður sem hann ræddi við á vettvangi hefði sagt honum að hann vissi hver hefði kveikt í húsinu. Það hefði verið þá sem fyrsti grunur um íkveikju vaknaði hjá lögreglu. Mennirnir í húsinu á móti, sem komu einnig fyrir dóminn í morgun eins og áður er lýst, hefðu sagt honum frá undarlegri hegðun manns, Mareks. Hann hefði jafnframt verið í jakkafötum í einkennandi lit, gulum að hann minnti. Kona í herbergi við hliðina á Marek sagðist jafnframt kannast við hann og sagði lögreglu hvað hann hét. Þá kvað hún hann hafa hagað sér undarlega í aðdragandanum, verið æstur og sagst á leiðinni til Moskvu. Eins og komið hefur fram var Marek handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að eldurinn kom upp. Tveir sérsveitarmenn sem komu fyrir dóminn höfðu afskipti af íslenska parinu sem hljóp aftur inn í brennandi húsið, eins og áður hefur komið fram. Konan hefði verið í dyragættinni en maðurinn kominn lengra inn í íbúðina og átök hefði þurft til að yfirbuga hann. Sérsveitarmaðurinn sagði manninn hafa kastað í sig dekki þegar hann kom að honum í rýminu, sem fljótt byrjaði að fyllast af reyk. Annar sérsveitarmaður, varðstjóri, sagði að „kaosástand“ hefði blasað við þegar hann kom á vettvang ásamt liði sínu síðdegis 25. júní. Hann kvaðst hafa séð konuna sem stokkið hafði út um glugga og lent á gámi, auk þess sem fleiri hefðu legið í götunni. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020. 27. apríl 2021 10:41 Sjónum beint að íslensku pari Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum. 26. apríl 2021 20:34 Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Þá lýstu tveir menn sem voru að gera upp hús á Vesturgötu, beint á móti Bræðraborgarstíg, mjög einkennilegri hegðun manns, sem virðist hafa verið ákærði Marek Moszczynski, nokkrum mínútum áður en eldurinn kviknaði. Þetta kom fram á öðrum degi aðalmeðferðar í málinu sem hófst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann er viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hér fyrir neðan má nálgast það sem áður kom fram við réttarhöldin í morgun. Fimm sólgleraugu og föt á bakinu Annar mannanna sem var að vinna í húsinu á Vesturgötu daginn sem kviknaði í sagði fyrir dómi að hann hefði tekið eftir skarkala úti og hann þá litið út um gluggann. Þar hefði hann séð mann henda sólgleraugum út um glugga á herbergi í húsinu við Bræðraborgarstíg, um fimm pörum. Þetta hefði verið maður sem hann sá láta „skringilega“ og verið ör og æstur fyrir utan húsið daginn áður. Þessi maður er talinn vera ákærði, Marek. Nokkrum mínútum eftir að sólgleraugunum var hent út hefði þessi sami maður komið út úr húsinu með föt á bakinu og gengið upp Bræðraborgarstíginn. Nokkrum mínútum eftir það sá vitnið reyk leggja út um gluggann á herberginu þar sem maðurinn hafði hent sólgleraugunum út. Hann kvaðst hafa hringt strax í Neyðarlínuna og farið svo að berja húsið að utan. Hann kvaðst áður hafa talað um það við hinn manninn, húsráðanda að Vesturgötu, að talsverð brunahætta væri af húsinu við Bræðraborgarstíg. Frásögn þess síðarnefnda var nokkuð sambærilegt. Hann sagði jafnframt að ástand á vettvangi hefði verið „mjög ljótt“ og að blóð hefði verið á götunni við húsið. Sáu konuna stökkva út Fjórir lögreglumenn, þar af tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra, sem voru með þeim fyrstu á vettvang komu einnig fyrir dóminn í morgun. Sá fyrsti, sem gerði frumskýrslu af málinu, sagðist strax hafa farið að suðurhlið hússins, þar sem voru kona og karl á þriðju hæð. Húsið hefði þá verið alelda. Konan hefði stokkið út en skollið með höfuðið á ruslagámi. Hún hefði strax misst meðvitund, mikið blóð hefði lekið út um nefið á henni og endurlífgun hafin strax. Konan lést af sárum sínum. Marek ásamt verjanda sínum Stefáni Karli Kristjánssyni í dómsal í morgun.Vísir/Stína Þá hefði félagi hans reynt að hjálpa manninum. Portið sem lögreglumennirnir stóðu í hefði svo fyllst af reyk þegar stigi sem reynt var að koma upp að þriðju hæð rakst í glugga á annarri hæð, svo eldur og reykur áttu greiða leið út. Maðurinn hafi ekki sést meir; hann hefði horfið inn í reykinn og ekki verið unnt að hjálpa honum frekar. Lögreglumaður sem reyndi að hjálpa þessum manni hafði svipaða sögu að segja. Hann sagðist hafa heyrt hróp og köll og verið í augnsambandi við manninn. Hann hefði að endingu horfið inn í reykinn. „Við heyrðum mikil öskur og svo sá ég hann ekki meir.“ Í gulum jakkafötum grunaður um íkveikju Þá lýsti fyrsti lögreglumaðurinn því að maður sem hann ræddi við á vettvangi hefði sagt honum að hann vissi hver hefði kveikt í húsinu. Það hefði verið þá sem fyrsti grunur um íkveikju vaknaði hjá lögreglu. Mennirnir í húsinu á móti, sem komu einnig fyrir dóminn í morgun eins og áður er lýst, hefðu sagt honum frá undarlegri hegðun manns, Mareks. Hann hefði jafnframt verið í jakkafötum í einkennandi lit, gulum að hann minnti. Kona í herbergi við hliðina á Marek sagðist jafnframt kannast við hann og sagði lögreglu hvað hann hét. Þá kvað hún hann hafa hagað sér undarlega í aðdragandanum, verið æstur og sagst á leiðinni til Moskvu. Eins og komið hefur fram var Marek handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að eldurinn kom upp. Tveir sérsveitarmenn sem komu fyrir dóminn höfðu afskipti af íslenska parinu sem hljóp aftur inn í brennandi húsið, eins og áður hefur komið fram. Konan hefði verið í dyragættinni en maðurinn kominn lengra inn í íbúðina og átök hefði þurft til að yfirbuga hann. Sérsveitarmaðurinn sagði manninn hafa kastað í sig dekki þegar hann kom að honum í rýminu, sem fljótt byrjaði að fyllast af reyk. Annar sérsveitarmaður, varðstjóri, sagði að „kaosástand“ hefði blasað við þegar hann kom á vettvang ásamt liði sínu síðdegis 25. júní. Hann kvaðst hafa séð konuna sem stokkið hafði út um glugga og lent á gámi, auk þess sem fleiri hefðu legið í götunni.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020. 27. apríl 2021 10:41 Sjónum beint að íslensku pari Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum. 26. apríl 2021 20:34 Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020. 27. apríl 2021 10:41
Sjónum beint að íslensku pari Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum. 26. apríl 2021 20:34
Kom inn ganginn í ljósum logum Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans. 26. apríl 2021 16:32