Grýtti penna í vegg af bræði eftir klúður Glasgows: Ekki hægt að útskýra þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 11:32 Rodney Glasgow viðurkenndi að hann ætti alla sök á klúðrinu í næstsíðustu sókn Njarðvíkur. Stöð 2 Sport Dramatíkin var allsráðandi í lokin á leiknum mikilvæga á milli Njarðvíkur og Hattar í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi rýndu í lokasóknir liðanna sem óhætt er að segja að hafi verið misvel heppnaðar. Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn