Með mikla áverka eftir handtöku í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:38 Maðurinn hlaut meðal annars hruflsár á höfði og stóran skurð á hnakka. Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara. Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur. Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur.
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent