Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2021 12:45 Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, allir í námunda við Þorbjörn. Vísir/Vilhelm Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08
„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32