Leiðtogi Sinn Féin biðst afsökunar á morðinu á Mountbatten lávarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 06:47 Lord Mountbatte, í miðjunni, heimsækir John F. Kennedy í Hvíta húsið. John F. Kennedy Presidential Library Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur beðist afsökunar á dauða Mountbatten lávarðs, frænda hertogans af Edinborg. Mountbatten var myrtur af Írska lýðveldishernum (IRA) árið 1979. McDonald sagði í samtali við Times Radio eftir útför Filippusar prins að henni þætti leitt að Mountbatten, sem var 79 ára, hefði látist þegar sprengja sprakk um borð í fiskibát. Mountbatten var móðurbróðir Filippusar og hann og Karl prins voru afar nánir. Þegar hún var spurð að því hvort hún vildi biðja Karl fyrirgefningar sagði hún að herinn sem Karl væri partur af hefði framið mörg grimmdarverk á Írlandi. „Ég get sagt; að sjálfsögðu þykir mér leitt að þetta gerðist. Að sjálfsögðu þá er þetta sorglegt. Starf mitt, og ég held að Karl prins og aðrir skilji það, er að leiða núna, á þessum tímum,“ sagði McDonald. Hún sagði það hlutverk ráðamanna nú að tryggja að ekkert barn og engin fjölskylda upplifði í dag þau áföll og þá sorg sem hefðu eitt sinn verið landlæg á Írlandi og víðar. Mountbatten var við veiðar við Mullaghmore, þar sem hann var í sumarfríi í Classiebawn-kastala, þegar hann var myrtur. Aðrir sem létust voru barnabarn hans, hinn fjórtán ára Nicholas Knatchbull, annar fimmtán ára drengur og tengdamóðir dóttur Mountbatten. Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi IRA, neitaði að biðjast afsökunar á morðinu. Hann sagði atvikið vissulega dapurlegt en að Mountbatten vissi hvaða áhættu hann væri að taka með því að ferðast til Írlands. Sex ár eru liðin frá því að Adams og Karl tókust í hendur á sögulegum fundi á Írlandi. Í sömu ferð heimsótti prinsinn Mullaghmore og talaði um þann missi sem hann upplifði þegar Mountbatten var myrtur. Norður-Írland Írland Bretland Andlát Filippusar prins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
McDonald sagði í samtali við Times Radio eftir útför Filippusar prins að henni þætti leitt að Mountbatten, sem var 79 ára, hefði látist þegar sprengja sprakk um borð í fiskibát. Mountbatten var móðurbróðir Filippusar og hann og Karl prins voru afar nánir. Þegar hún var spurð að því hvort hún vildi biðja Karl fyrirgefningar sagði hún að herinn sem Karl væri partur af hefði framið mörg grimmdarverk á Írlandi. „Ég get sagt; að sjálfsögðu þykir mér leitt að þetta gerðist. Að sjálfsögðu þá er þetta sorglegt. Starf mitt, og ég held að Karl prins og aðrir skilji það, er að leiða núna, á þessum tímum,“ sagði McDonald. Hún sagði það hlutverk ráðamanna nú að tryggja að ekkert barn og engin fjölskylda upplifði í dag þau áföll og þá sorg sem hefðu eitt sinn verið landlæg á Írlandi og víðar. Mountbatten var við veiðar við Mullaghmore, þar sem hann var í sumarfríi í Classiebawn-kastala, þegar hann var myrtur. Aðrir sem létust voru barnabarn hans, hinn fjórtán ára Nicholas Knatchbull, annar fimmtán ára drengur og tengdamóðir dóttur Mountbatten. Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi IRA, neitaði að biðjast afsökunar á morðinu. Hann sagði atvikið vissulega dapurlegt en að Mountbatten vissi hvaða áhættu hann væri að taka með því að ferðast til Írlands. Sex ár eru liðin frá því að Adams og Karl tókust í hendur á sögulegum fundi á Írlandi. Í sömu ferð heimsótti prinsinn Mullaghmore og talaði um þann missi sem hann upplifði þegar Mountbatten var myrtur.
Norður-Írland Írland Bretland Andlát Filippusar prins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira