Stefna ójafnaðar Oddný G. Harðardóttir skrifar 16. apríl 2021 11:31 Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Ef spár ganga eftir verða um tíu þúsund manns án atvinnu hér á landi eftir fimm ár. Í stað þess að útfæra frekari aðgerðir til að fleyta fólki, fyrirtækjum og hagkerfinu í heild í gegnum efnahagsvandann leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum. Auk þessarar fjármálareglu sem ríkisstjórnin hefur sett sér sjálf eiga fjármálareglur laga um opinber fjármál að taka gildi árið 2026. Öll önnur ríki sem við viljum bera okkur saman við hafa vikið fjármálareglum til hliðar nú á óvissutímum og hafa ekki sett sér nýjar líkt og ríkisstjórnin íslenska hefur gert í miðri efnahagslægðinni. Varnaðarorð Fjármálaráðs Fjármálaráð, sem hefur það lögbundna hlutverk að skrifa álitsgerð um fjármálaáætlanir sem ríkisstjórnir leggja fram, hefur uppi varnaðarorð um þetta í álitsgerð sinni um fjármálaáætlunina fyrir árin 2022-2026. Ráðið bendir réttilega á að bæði afkomureglan og skuldalækkunarreglan í lögum um opinber fjármál, geti orðið stór biti að kyngja eftir viðlíka efnahagshremmingar og nú er tekist á við. Skuldalækkunin verði mest íþyngjandi á fyrsta ári skuldalækkunarinnar á sama tíma og enn gæti áhrifa faraldursins í efnahagslífinu. Og þrátt fyrir stöðvun vaxtar skuldahlutfallsins árið 2025 verði afkoman engu að síður neikvæð um 1,5% af vergri landsframleiðslu það ár og einnig árið 2026. Þannig sé fyrirséð að afkomureglan í lögunum verði íþyngjandi við gildistöku hennar á nýjan leik. Niðurskurður og skattahækkanir Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að niðurskurður og skattahækkanir hefjist árið 2023, þegar spáð er 6 - 7% atvinnuleysi. Ábyrga leiðin, leiðin sem við í Samfylkingunni viljum fara, snýst um að beita ekki of hörðum aðgerðum of snemma. Við viljum veita svigrúm og skapa frið um hvernig eigi að skipta tekjum og afla þeirra. Dreifa byrðunum sem koma mjög ójafnt niður og allir sjá hverjir bera, þó stjórnarflokkarnir vilji loka augunum fyrir því. Fjármálaráð bendir á að fyrir COVID hafi fjármálaáætlanir sýnt svigrúm til nýrra verkefna upp á um 2% af landsframleiðslu á ári. Nú boðar ríkisstjórnin aðgerðir frá árinu 2023 sem ná yfir allt þetta svigrúm. Og þegar fjármálareglurnar koma líka til framkvæmda árið 2026 kalla þær á enn frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum. Mikilvægir innviðir munu líða fyrir slíka hagstjórn í langan tíma með tilheyrandi kostnaði. Innviðaskuldir munu hlaðast upp ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, hvort sem er i vega- og flutningskerfum eða í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Við í Samfylkingunni munum leggja til að gerðar verði breytingar á fjármálaáætluninni til að forða þeim skaða sem stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér, nái hún fram að ganga. Að tekið verði tillit til umsvifa í hagkerfinu þegar ákvörðun um skuldaviðmið verður tekin. Ekki verði einungis miðað við ákveðið ártal í þeim efnum, líkt og ríkisstjórnin leggur til í skammsýni sinni. Hitt er ljóst að með fjármálaáætluninni til næstu fimm ára hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu fyrir næsta kjörtímabil haldi hún velli að loknum kosningum í september. Stjórnarflokkarnir munu að óbreyttu samþykkja stefnu niðurskurðar og ójafnaðar fyrir þinglok í vor. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Ef spár ganga eftir verða um tíu þúsund manns án atvinnu hér á landi eftir fimm ár. Í stað þess að útfæra frekari aðgerðir til að fleyta fólki, fyrirtækjum og hagkerfinu í heild í gegnum efnahagsvandann leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum. Auk þessarar fjármálareglu sem ríkisstjórnin hefur sett sér sjálf eiga fjármálareglur laga um opinber fjármál að taka gildi árið 2026. Öll önnur ríki sem við viljum bera okkur saman við hafa vikið fjármálareglum til hliðar nú á óvissutímum og hafa ekki sett sér nýjar líkt og ríkisstjórnin íslenska hefur gert í miðri efnahagslægðinni. Varnaðarorð Fjármálaráðs Fjármálaráð, sem hefur það lögbundna hlutverk að skrifa álitsgerð um fjármálaáætlanir sem ríkisstjórnir leggja fram, hefur uppi varnaðarorð um þetta í álitsgerð sinni um fjármálaáætlunina fyrir árin 2022-2026. Ráðið bendir réttilega á að bæði afkomureglan og skuldalækkunarreglan í lögum um opinber fjármál, geti orðið stór biti að kyngja eftir viðlíka efnahagshremmingar og nú er tekist á við. Skuldalækkunin verði mest íþyngjandi á fyrsta ári skuldalækkunarinnar á sama tíma og enn gæti áhrifa faraldursins í efnahagslífinu. Og þrátt fyrir stöðvun vaxtar skuldahlutfallsins árið 2025 verði afkoman engu að síður neikvæð um 1,5% af vergri landsframleiðslu það ár og einnig árið 2026. Þannig sé fyrirséð að afkomureglan í lögunum verði íþyngjandi við gildistöku hennar á nýjan leik. Niðurskurður og skattahækkanir Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að niðurskurður og skattahækkanir hefjist árið 2023, þegar spáð er 6 - 7% atvinnuleysi. Ábyrga leiðin, leiðin sem við í Samfylkingunni viljum fara, snýst um að beita ekki of hörðum aðgerðum of snemma. Við viljum veita svigrúm og skapa frið um hvernig eigi að skipta tekjum og afla þeirra. Dreifa byrðunum sem koma mjög ójafnt niður og allir sjá hverjir bera, þó stjórnarflokkarnir vilji loka augunum fyrir því. Fjármálaráð bendir á að fyrir COVID hafi fjármálaáætlanir sýnt svigrúm til nýrra verkefna upp á um 2% af landsframleiðslu á ári. Nú boðar ríkisstjórnin aðgerðir frá árinu 2023 sem ná yfir allt þetta svigrúm. Og þegar fjármálareglurnar koma líka til framkvæmda árið 2026 kalla þær á enn frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum. Mikilvægir innviðir munu líða fyrir slíka hagstjórn í langan tíma með tilheyrandi kostnaði. Innviðaskuldir munu hlaðast upp ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, hvort sem er i vega- og flutningskerfum eða í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Við í Samfylkingunni munum leggja til að gerðar verði breytingar á fjármálaáætluninni til að forða þeim skaða sem stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér, nái hún fram að ganga. Að tekið verði tillit til umsvifa í hagkerfinu þegar ákvörðun um skuldaviðmið verður tekin. Ekki verði einungis miðað við ákveðið ártal í þeim efnum, líkt og ríkisstjórnin leggur til í skammsýni sinni. Hitt er ljóst að með fjármálaáætluninni til næstu fimm ára hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu fyrir næsta kjörtímabil haldi hún velli að loknum kosningum í september. Stjórnarflokkarnir munu að óbreyttu samþykkja stefnu niðurskurðar og ójafnaðar fyrir þinglok í vor. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun