Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2021 15:23 Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. Þetta staðfesti María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands á blaðamannafundi í dag. Ráðherrafundurinn mun fara fram 19. og 20. maí. Fyrst var sagt frá heimsókn Lavrov á vef Fréttablaðsins. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Samband ríkjanna tveggja hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga þau í deilum um fjölmörg málefni. Nú í dag tilkynntu Bandaríkjamenn umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, töluðu nýverið saman í síma og þar lagði Biden til að þeir myndu funda í persónu á næstunni. Ekki er útlit fyrir að af slíkum fundi verði í kjölfar refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur Lavrov og Blinken, ef af honum verður. Ekki er fulljóst hvernig fundurinn mun fara fram og hverjir sækja hann. Sakaróva sagði þó Lavrov stefna á að mæta í eigin persónu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur öllum utanríkisráðherrum aðildarlanda, auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að koma í eigin persónu en með töluvert minni sendinefndir en gengur og gerist. Þá verður mikil áhersla lögð á sóttvarnir á fundinum. Rússland Bandaríkin Reykjavík Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta staðfesti María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands á blaðamannafundi í dag. Ráðherrafundurinn mun fara fram 19. og 20. maí. Fyrst var sagt frá heimsókn Lavrov á vef Fréttablaðsins. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Samband ríkjanna tveggja hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga þau í deilum um fjölmörg málefni. Nú í dag tilkynntu Bandaríkjamenn umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, töluðu nýverið saman í síma og þar lagði Biden til að þeir myndu funda í persónu á næstunni. Ekki er útlit fyrir að af slíkum fundi verði í kjölfar refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur Lavrov og Blinken, ef af honum verður. Ekki er fulljóst hvernig fundurinn mun fara fram og hverjir sækja hann. Sakaróva sagði þó Lavrov stefna á að mæta í eigin persónu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur öllum utanríkisráðherrum aðildarlanda, auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að koma í eigin persónu en með töluvert minni sendinefndir en gengur og gerist. Þá verður mikil áhersla lögð á sóttvarnir á fundinum.
Rússland Bandaríkin Reykjavík Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira