Telur Bellingham of góðan miðað við aldur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 08:30 Jude Bellingham skoraði mark Dortmund í 2-1 tapi gegn Manchester City í gær. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Pep Guardiola átti erfitt með að trúa því að Jude Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund, sé aðeins 17 ára gamall, er hann ræddi við fjölmiðla eftir sigur Manchester City í gærkvöld. Lærisveinar Pep í Man City slógu Dortmund út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöld. City vann báða leiki einvígisins 2-1 og einvígið þar með 4-2. Bellingham skoraði hins vegar fyrsta mark leiksins í gær sem og það var mark dæmt af honum á Etihad-vellinum í Manchester í síðustu viku. Guardiola ræddi miðjumanninn unga eftir leik og sagði hann í raun of góðan miðað við aldur. „Kannski er hann lygari. Hann er svo góður miðað við að vera aðeins 17 ára gamall, ég trúi því ekki,“ sagði Pep og hló. "17 years old? Maybe he's a liar, he's so good!" Pep Guardiola heaps the praise on Dortmund starlet Jude Bellingham, and the Man City boss is hugely impressed at his commanding presence. pic.twitter.com/2oxiK2RS8O— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 15, 2021 „Hann er frábær leikmaður. Ég tók eftir því að þegar hann fékk ekki boltann frá varnarmönnum, hvernig hann kallaði á þá og hvernig hann heimtaði boltann – fyrir einhvern sem er aðeins 17 ára gamall þá skiptir það miklu máli.“ „Þjálfari Dortmund sagði við mig að það sem ég hefði séð í þessum tveimur leikjum væri það sem hann sér á hverri æfingu svo það er ljóst að þeir eru með mjög efnilegan leikmann í höndunum,“ sagði Pep að lokum. Bellingham verður 18 ára í sumar en hann er á sínu fyrsta tímabili með Dortmund. Hann lék með Birmingam City í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð áður en þýska félagið festi kaup á honum. City fór eins og áður sagði áfram og er loksins komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Mætir það Paris Saint-Germain í undanúrslitum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. 14. apríl 2021 20:51 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Lærisveinar Pep í Man City slógu Dortmund út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöld. City vann báða leiki einvígisins 2-1 og einvígið þar með 4-2. Bellingham skoraði hins vegar fyrsta mark leiksins í gær sem og það var mark dæmt af honum á Etihad-vellinum í Manchester í síðustu viku. Guardiola ræddi miðjumanninn unga eftir leik og sagði hann í raun of góðan miðað við aldur. „Kannski er hann lygari. Hann er svo góður miðað við að vera aðeins 17 ára gamall, ég trúi því ekki,“ sagði Pep og hló. "17 years old? Maybe he's a liar, he's so good!" Pep Guardiola heaps the praise on Dortmund starlet Jude Bellingham, and the Man City boss is hugely impressed at his commanding presence. pic.twitter.com/2oxiK2RS8O— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 15, 2021 „Hann er frábær leikmaður. Ég tók eftir því að þegar hann fékk ekki boltann frá varnarmönnum, hvernig hann kallaði á þá og hvernig hann heimtaði boltann – fyrir einhvern sem er aðeins 17 ára gamall þá skiptir það miklu máli.“ „Þjálfari Dortmund sagði við mig að það sem ég hefði séð í þessum tveimur leikjum væri það sem hann sér á hverri æfingu svo það er ljóst að þeir eru með mjög efnilegan leikmann í höndunum,“ sagði Pep að lokum. Bellingham verður 18 ára í sumar en hann er á sínu fyrsta tímabili með Dortmund. Hann lék með Birmingam City í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð áður en þýska félagið festi kaup á honum. City fór eins og áður sagði áfram og er loksins komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Mætir það Paris Saint-Germain í undanúrslitum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. 14. apríl 2021 20:51 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. 14. apríl 2021 20:51