Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 15:10 Breytingar á hámarkshraða eiga ekki að hafa áhrif á umferðarflæði á háannatíma þar sem þá ráða aðrir þættir meiru um ferðatíma en leyfilegur hámarkshraði. Vísir/Vilhelm Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira