Menntun í heimabyggð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2021 07:31 Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Ef að Covid hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að fjarkennsla er valkostur. Ég get talið þær kennslustundir sem ég hef sótt í húsakynnum háskólans þessa önnina á fingrum annarrar handar en það sama gildir ekki um fjartíma á netinu. Fjarkennsla Það hefur sýnt sig og sannað að fjarkennsla er raunverulegur og gerlegur valkostur. Menntastofnanir sem reknar eru af ríkinu eiga að gera ungu fólki kleift að sækja sér menntun í heimabyggð. Mikilvægt er að bjóða einstaklingum upp á þann valkost að búa í sinni heimabyggð á meðan menntun stendur. Það myndi gera fleirum kleift að sækja sér menntun og opna nýjar dyr sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Menntun á að vera valkostur fyrir alla, óháð búsetu. Fræðslunet Suðurlands Á Suðurlandi er starfrækt Fræðslunet. Fræðslunetið stendur fyrir skipulagningu á námskeiðum sem eru bæði eru tengd atvinnulífinu og tómstundum. Í Fræðslunetinu felast gríðarleg tækifæri að efla fjarkennsluna enn frekar með auknu úrvali námskeiða og starfrækja útibú frá háskólum. Þar geta einstaklingar setið tíma, tekið próf, unnið verkefni o.s.frv. Það á ekki að skylda einstakling til þess að rífa sig upp með rótum og flytja í annað bæjarfélag til þess að sækja sér menntun. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa lagt mikið upp úr að leyfa nemendum að velja hvort þeir sæki staðnám eða fjarkennslu og hefur sú tilhögun lukkast vel. Framboð á námsgreinum er þó langmest í Háskóla Íslands og og þeir sem ætla sér að iðka þær greinar sem aðeins eru kenndar þar í staðnámi eiga líklega engra annarra kosta völ en að flytja til Reykjavíkur Það ætti að vera sjálfsagt að veita einstaklingum það frelsi til þess að stunda sitt nám að heiman. Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi Samhliða alþingiskosningum í haust kjósa íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi; Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um sameiningu. Ef af sameiningunni verður felast tækifæri í að efla menntun bæði á framhalds- og háskólastigi á þessu svæði.. Á Suðurlandi eru sex framhaldsskólar þó enginn á löngum kafla þ.e. frá Selfossi til Hafnar að undanskildum framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Unglingar og fjölskyldur þeirra eru misjafnlega búnar til að standa undir fjárhagslegum og félagslegum áskorunum sem felast í flutningum að heiman. Því liggja tækifæri í því að setja á laggirnar framhaldsskóla í kjördæminu sem myndi gera einstaklingum kleift að sækja sér menntun til iðnprófs eða stúdentsprófs í heimabyggð. Einstaklingum á landsbyggðinni á að standa til boða að sækja sér menntun í heimabyggð. Höfundur er frambjóðandi í 4. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Suðurkjördæmi Sveitarstjórnarmál Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Ef að Covid hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að fjarkennsla er valkostur. Ég get talið þær kennslustundir sem ég hef sótt í húsakynnum háskólans þessa önnina á fingrum annarrar handar en það sama gildir ekki um fjartíma á netinu. Fjarkennsla Það hefur sýnt sig og sannað að fjarkennsla er raunverulegur og gerlegur valkostur. Menntastofnanir sem reknar eru af ríkinu eiga að gera ungu fólki kleift að sækja sér menntun í heimabyggð. Mikilvægt er að bjóða einstaklingum upp á þann valkost að búa í sinni heimabyggð á meðan menntun stendur. Það myndi gera fleirum kleift að sækja sér menntun og opna nýjar dyr sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Menntun á að vera valkostur fyrir alla, óháð búsetu. Fræðslunet Suðurlands Á Suðurlandi er starfrækt Fræðslunet. Fræðslunetið stendur fyrir skipulagningu á námskeiðum sem eru bæði eru tengd atvinnulífinu og tómstundum. Í Fræðslunetinu felast gríðarleg tækifæri að efla fjarkennsluna enn frekar með auknu úrvali námskeiða og starfrækja útibú frá háskólum. Þar geta einstaklingar setið tíma, tekið próf, unnið verkefni o.s.frv. Það á ekki að skylda einstakling til þess að rífa sig upp með rótum og flytja í annað bæjarfélag til þess að sækja sér menntun. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa lagt mikið upp úr að leyfa nemendum að velja hvort þeir sæki staðnám eða fjarkennslu og hefur sú tilhögun lukkast vel. Framboð á námsgreinum er þó langmest í Háskóla Íslands og og þeir sem ætla sér að iðka þær greinar sem aðeins eru kenndar þar í staðnámi eiga líklega engra annarra kosta völ en að flytja til Reykjavíkur Það ætti að vera sjálfsagt að veita einstaklingum það frelsi til þess að stunda sitt nám að heiman. Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi Samhliða alþingiskosningum í haust kjósa íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi; Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um sameiningu. Ef af sameiningunni verður felast tækifæri í að efla menntun bæði á framhalds- og háskólastigi á þessu svæði.. Á Suðurlandi eru sex framhaldsskólar þó enginn á löngum kafla þ.e. frá Selfossi til Hafnar að undanskildum framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Unglingar og fjölskyldur þeirra eru misjafnlega búnar til að standa undir fjárhagslegum og félagslegum áskorunum sem felast í flutningum að heiman. Því liggja tækifæri í því að setja á laggirnar framhaldsskóla í kjördæminu sem myndi gera einstaklingum kleift að sækja sér menntun til iðnprófs eða stúdentsprófs í heimabyggð. Einstaklingum á landsbyggðinni á að standa til boða að sækja sér menntun í heimabyggð. Höfundur er frambjóðandi í 4. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar