Til hvers að taka þátt ef við ætlum ekki að reyna vinna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Southgate vill sjá enska landsliðið taka næsta skref. Steven Paston/Getty Images Landsliðsþjálfari Englendinga, Gareth Southgate, segir tilgangslaust að taka þátt á Evrópumótinu í sumar ef liðið ætli sér ekki að fara alla leið. „Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira