Læknir gerist lagaspekingur Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. apríl 2021 08:01 Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði. Hvað felst í sóttkví? Í byrjun febrúar sl. var sóttvarnarlögum breytt með lögum nr. 2/2021, þar sem m.a. hugtökin sóttkví og sóttvarnarhús voru skilgreind. Aðalatriði skilgreiningarinnar á sóttkví er að hún er takmörkun á athafnafrelsi einstaklings sem grunur leikur á að hafa verið útsettur fyrir smiti en er ekki veikur. Jafnframt er það hugtaksatriði að sá sem sætir sóttkví tryggi slíkan aðskilnað frá öðru fólki að komið sé í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu farsóttasýkingar. Af sóttkvíarhugtakinu leiðir ekki sjálfkrafa heimild til handa yfirvöldum að skerða athafnafrelsi einstaklings þannig að viðkomandi þurfi að sæta sóttkví annars staðar en á samastað sínum hér á landi. Sem dæmi, maður sem er búsettur á Súðavík, og er þar staddur þegar viðkomandi er gert skylt að sæta sóttkví, þarf ekki að þola það að yfirvöld flytji hann til Grímseyjar til að hann taki út sóttkvínna þar. Til þess verður einnig að líta að skýra ber sóttkvíarhugtakið í samhengi við önnur ákvæði sóttvarnarlaga, sbr. t.d. d-lið 9. gr. laga nr. 2/2021, sem efnislega segir m.a. að við beitingu sóttvarnarráðstafana skuli gæta meðalhófs og taka tillit til hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Sóttvarnarhús og tengsl þess við sóttkví Hýsa ber einstaklinga í sóttvarnarhúsi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eitt skilyrði er óundanþægt, nefnilega að grunur sé uppi um að einstaklingar séu smitaðir af farsótt eða staðfest er að svo sé. Fleiri skilyrði þurfa að vera uppfyllt, nefnilega að einstaklingar sem hýstir eru í sóttvarnarhúsi, eigi ekki samastað á Íslandi eða geti ekki af öðrum sökum eða vilji ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Þegar lesnar eru saman skilgreiningar á sóttkví og sóttvarnarhúsi er auðsætt að einstaklingur, sem hefur samastað hér á landi, og vill og getur sætt sóttkví í húsnæði á eigin vegum, getur ekki verið þvingaður til að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Þessi ályktun styðst einnig við þá staðreynd að ekkert í lögskýringargögnum gefur til kynna að tilgangurinn með setningu áðurnefndra laga nr. 2/2021 hafi verið að veita yfirvöldum slíka heimild. Prófraunin fyrir héraðsdómi Ástæða þess læknirinn Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi eru nýlegir úrskurðir héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sóttvarnaryfirvöld gætu ekki þvingað þá, sem kæmu til Íslands frá ákveðnum áhættulöndum, að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi þegar viðkomandi farþegar sýndu fram á að þeir hefðu samastað hér á landi og vildu taka út sóttkvínna þar. Að mati Kára, sóttvarnaryfirvalda og jafnvel margra annarra, er talið nauðsynlegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á til að ná betri stjórn á Covid-19 faraldrinum. Það mat kann að vera rétt. Vandinn er hins vegar sá að fyrirkomulag af þessu tagi þarf að styðjast við ákvæði í lögum en ekki eingöngu vera reist á fyrirmælum frá stjórnvöldum. Ef niðurstaða héraðsdóms hefði orðið önnur, hefði í raun og veru verið fallist á að stjórnvöld gætu svipt einstaklinga frelsi án lagaheimildar. Sem betur stóðst réttarkerfið þessa prófraun og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sönnuðu gildi sitt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði. Hvað felst í sóttkví? Í byrjun febrúar sl. var sóttvarnarlögum breytt með lögum nr. 2/2021, þar sem m.a. hugtökin sóttkví og sóttvarnarhús voru skilgreind. Aðalatriði skilgreiningarinnar á sóttkví er að hún er takmörkun á athafnafrelsi einstaklings sem grunur leikur á að hafa verið útsettur fyrir smiti en er ekki veikur. Jafnframt er það hugtaksatriði að sá sem sætir sóttkví tryggi slíkan aðskilnað frá öðru fólki að komið sé í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu farsóttasýkingar. Af sóttkvíarhugtakinu leiðir ekki sjálfkrafa heimild til handa yfirvöldum að skerða athafnafrelsi einstaklings þannig að viðkomandi þurfi að sæta sóttkví annars staðar en á samastað sínum hér á landi. Sem dæmi, maður sem er búsettur á Súðavík, og er þar staddur þegar viðkomandi er gert skylt að sæta sóttkví, þarf ekki að þola það að yfirvöld flytji hann til Grímseyjar til að hann taki út sóttkvínna þar. Til þess verður einnig að líta að skýra ber sóttkvíarhugtakið í samhengi við önnur ákvæði sóttvarnarlaga, sbr. t.d. d-lið 9. gr. laga nr. 2/2021, sem efnislega segir m.a. að við beitingu sóttvarnarráðstafana skuli gæta meðalhófs og taka tillit til hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Sóttvarnarhús og tengsl þess við sóttkví Hýsa ber einstaklinga í sóttvarnarhúsi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eitt skilyrði er óundanþægt, nefnilega að grunur sé uppi um að einstaklingar séu smitaðir af farsótt eða staðfest er að svo sé. Fleiri skilyrði þurfa að vera uppfyllt, nefnilega að einstaklingar sem hýstir eru í sóttvarnarhúsi, eigi ekki samastað á Íslandi eða geti ekki af öðrum sökum eða vilji ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Þegar lesnar eru saman skilgreiningar á sóttkví og sóttvarnarhúsi er auðsætt að einstaklingur, sem hefur samastað hér á landi, og vill og getur sætt sóttkví í húsnæði á eigin vegum, getur ekki verið þvingaður til að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Þessi ályktun styðst einnig við þá staðreynd að ekkert í lögskýringargögnum gefur til kynna að tilgangurinn með setningu áðurnefndra laga nr. 2/2021 hafi verið að veita yfirvöldum slíka heimild. Prófraunin fyrir héraðsdómi Ástæða þess læknirinn Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi eru nýlegir úrskurðir héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sóttvarnaryfirvöld gætu ekki þvingað þá, sem kæmu til Íslands frá ákveðnum áhættulöndum, að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi þegar viðkomandi farþegar sýndu fram á að þeir hefðu samastað hér á landi og vildu taka út sóttkvínna þar. Að mati Kára, sóttvarnaryfirvalda og jafnvel margra annarra, er talið nauðsynlegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á til að ná betri stjórn á Covid-19 faraldrinum. Það mat kann að vera rétt. Vandinn er hins vegar sá að fyrirkomulag af þessu tagi þarf að styðjast við ákvæði í lögum en ekki eingöngu vera reist á fyrirmælum frá stjórnvöldum. Ef niðurstaða héraðsdóms hefði orðið önnur, hefði í raun og veru verið fallist á að stjórnvöld gætu svipt einstaklinga frelsi án lagaheimildar. Sem betur stóðst réttarkerfið þessa prófraun og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sönnuðu gildi sitt. Höfundur er lögfræðingur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun