Ráðherrar á rangri braut Ólafur Ísleifsson skrifar 11. apríl 2021 09:30 Stefnubreyting á Norðurlöndum í málefnum hælisleitenda sýnist annað hvort hafa farið fram hjá íslenskum ráðamönnum eða hún er þeim þvert um geð. Þetta sést af frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi af hálfu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra og ummælum þessara ráðherra. Stefnubreytingin á Norðurlöndum felst í að hjálpa nauðstöddu fólki í heimalandi eða nærri heimaslóð og hjálpa þannig margfalt fleirum en með því að halda uppi fokdýru hælisleitendakerfi sem danski forsætisráðherrann Mette Fredriksen og fleiri evrópskir þjóðarleiðtogar segja hafa reynst mistök. Kostakjör í boði hér Félagsmálaráðherra , Ásmundur Einar Daðason, stendur fyrir frumvarpi um móttöku flóttafólks en þar vekur mesta athygli eftirfarandi setning í greinargerð með frumvarpinu í kafla um mat á áhrifum: „Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins […].“ Þetta er sterk yfirlýsing um kostakjör fyrir hælisleitendur. Hún fer ekki fram hjá þeim sem leita að löndum sem bjóða hælisleitendum bestu þjónustuna. Yfirlýsingin skapar viðskiptatækifæri fyrir menn af misjöfnu sauðahúsi sem hirða af fólki stórfé fyrir að leiða það um borð í yfirfullar manndrápsfleytur á leið yfir Miðjarðarhafið þar sem þúsundir manna hafa drukknað. Viðskiptamennirnir kunna félagsmálaráðherra vafalaust þakkir. Skiptir kostnaður ekki máli? Ráðherra félagsmála var spurður um fjárhagsleg áhrif frumvarpsins. Þingmenn Miðflokksins bentu á að kostnaður vegna hælisleitenda myndi margfaldast í ljósi skilaboðanna sem í því fælust. Ráðherra kannaðist ekki við slíkan kostnað en þráspurði þingmenn hvort þeir vildu ekki að innflytjendur lærðu íslensku. Frumvarp hans gerir ekki ráð fyrir aukinni íslenskukennslu eða aukins kostnaðar vegna hennar. Hann virðist ekki telja aukin útgjöld skipta máli, auknar álögur á skattgreiðendur eða þyngri áraun á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Mætti halda að hann telji offramboð á þjónustu geðlækna og sálfræðinga svo dæmi sé tekið. Upp úr stendur að félagsmálaráðherra er einbeittur í að fylgja stefnu sem danski forsætisráðherrann og aðrir evrópskir leiðtogar lýsa sem mistökum. Hann talar fyrir sig og flokk sinn, Framsóknarflokkinn í þessu efni: Hlutskipti Íslendinga á að vera að endurtaka mistök annarra. Haldið fast í mistökin Fyrir Alþingi liggur frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á útlendingalögum. Þar eru m.a. gerðar tillögur um að stytta málsmeðferðartíma sem telja verður af hinu góða. Verkurinn er sá að hér er leitast við að lappa upp á kerfi sem þjóðir með langa reynslu lýsa sem mistökum. Opinn krani á ríkissjóð Í umræðu á Alþingi 25. mars um fjármálaáætlun 2022-2026 var dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir spurð um fjárhagsleg áhrif frumvarps hennar. Ummæli hennar við það tækifæri eru allrar athygli verð. Hún sagði: „Það hefur verið tekin ákvörðun um að fjármagna [útgjöld til málaflokks hælisleitenda] samkvæmt raunútgjöldum í stað þess að ofætla í fjárlögum […].“ Opnum krana á ríkissjóð verður ekki betur lýst en með þessum orðum dómsmálaráðherra. Útgjöldin eru ótakmörkuð og verða sótt í aukafjárlög eftir því sem þurfa þykir. Þessi orð falla af hálfu ráðherra í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með fjármál ríkissjóðs. Þau lýsa stefnu um opinn krana sem hvergi yrði talin boðleg í ljósi ábyrgðar í ríkisfjármálum. Galopin landamæri: „Sama hve margir“ Þá vekja athygli ummæli dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd. Hún sagði: „[…] við þurfum að hafa það alveg á hreinu að þeir sem leita hér eftir alþjóðlegri vernd og eiga rétt á henni […] munu fá alþjóðlega vernd ef þeir uppfylla þau skilyrði sama hve margir það eru […].“ Eftir þessu er tekið: Sama hve margir það eru. Fjöldinn er ótakmarkaður í ljósi orða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann og flokkur hennar fylgja samkvæmt þessu með eindregnum hætti stefnu sem nágrannaþjóðirnar hafa lagt af og lýsa sem mistökum. Reynt að bæta fyrir mistök fortíðar Fráhvarfið frá fyrri stefnu er skýrt í Danmörku. Jafnaðarmannastjórnin þar undir forystu Mette Fredriksen vill ekki einn einasta hælisleitenda á danska grundu. Hún vill hjálpa nauðstöddu fólki í heimalandi eða sem næst heimaslóð svo peningarnir nýtist sem best og gagnist sem flestum. Danska ríkisstjórnin fékk samþykkt með þorra atkvæða danskra þingmanna frumvarp um bann við fjárframlögum til trúarsafnaða frá varasömum aðilum sem taldir eru vilja grafa undan lýðræði og mannréttindum í Danmörku. Nú hefur danska ríkisstjórnin skorið upp herör gagnvart gettóum sem svo eru nefnd og eru samfélög utan hins danska velferðarsamfélags þar sem dönsk gildi eru einskis virt, lýðræði og mannréttindi eru forsmáð og jafnrétti kynja er ekki til umræðu. Markmiðið er að uppræta þessi gettó öll með tölu. Öll. Fyrir 2030. Já, svona er stefnan kynnt. Um þetta markmið ríkir breið samstaða á dönskum stjórnmálavettvangi. Glöggt sést viðleitni til að bæta samfélag sem ber þess merki að hafa skaddast vegna stefnu sem lýst er sem mistökum. Stefnubreyting með mannúð að leiðarljósi Hér á landi eru sterk öfl sem vilja fylgja þessari misráðnu stefnu. Ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ganga hart fram í því efni eins og hér hefur verið rakið. Miðað við orð og gerðir þessara aðila er ekki á þá að treysta þegar kemur að því að móta framtíðarstefnu í málaflokknum. Sú stefna verður um algjört fráhvarf frá mistökum fyrri tíðar. Hún verður um útrétta hönd til fólks í neyð, að nýta fé sem best og hjálpa sem flestum eins og Danir keppa nú að. Þeir sem tekið hafa mannúðina eignarnámi og þykjast tala í nafni hennar mega vita að hún er mælanleg: Mælikvarðinn er hversu mörgum er hjálpað. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stefnubreyting á Norðurlöndum í málefnum hælisleitenda sýnist annað hvort hafa farið fram hjá íslenskum ráðamönnum eða hún er þeim þvert um geð. Þetta sést af frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi af hálfu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra og ummælum þessara ráðherra. Stefnubreytingin á Norðurlöndum felst í að hjálpa nauðstöddu fólki í heimalandi eða nærri heimaslóð og hjálpa þannig margfalt fleirum en með því að halda uppi fokdýru hælisleitendakerfi sem danski forsætisráðherrann Mette Fredriksen og fleiri evrópskir þjóðarleiðtogar segja hafa reynst mistök. Kostakjör í boði hér Félagsmálaráðherra , Ásmundur Einar Daðason, stendur fyrir frumvarpi um móttöku flóttafólks en þar vekur mesta athygli eftirfarandi setning í greinargerð með frumvarpinu í kafla um mat á áhrifum: „Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins […].“ Þetta er sterk yfirlýsing um kostakjör fyrir hælisleitendur. Hún fer ekki fram hjá þeim sem leita að löndum sem bjóða hælisleitendum bestu þjónustuna. Yfirlýsingin skapar viðskiptatækifæri fyrir menn af misjöfnu sauðahúsi sem hirða af fólki stórfé fyrir að leiða það um borð í yfirfullar manndrápsfleytur á leið yfir Miðjarðarhafið þar sem þúsundir manna hafa drukknað. Viðskiptamennirnir kunna félagsmálaráðherra vafalaust þakkir. Skiptir kostnaður ekki máli? Ráðherra félagsmála var spurður um fjárhagsleg áhrif frumvarpsins. Þingmenn Miðflokksins bentu á að kostnaður vegna hælisleitenda myndi margfaldast í ljósi skilaboðanna sem í því fælust. Ráðherra kannaðist ekki við slíkan kostnað en þráspurði þingmenn hvort þeir vildu ekki að innflytjendur lærðu íslensku. Frumvarp hans gerir ekki ráð fyrir aukinni íslenskukennslu eða aukins kostnaðar vegna hennar. Hann virðist ekki telja aukin útgjöld skipta máli, auknar álögur á skattgreiðendur eða þyngri áraun á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Mætti halda að hann telji offramboð á þjónustu geðlækna og sálfræðinga svo dæmi sé tekið. Upp úr stendur að félagsmálaráðherra er einbeittur í að fylgja stefnu sem danski forsætisráðherrann og aðrir evrópskir leiðtogar lýsa sem mistökum. Hann talar fyrir sig og flokk sinn, Framsóknarflokkinn í þessu efni: Hlutskipti Íslendinga á að vera að endurtaka mistök annarra. Haldið fast í mistökin Fyrir Alþingi liggur frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á útlendingalögum. Þar eru m.a. gerðar tillögur um að stytta málsmeðferðartíma sem telja verður af hinu góða. Verkurinn er sá að hér er leitast við að lappa upp á kerfi sem þjóðir með langa reynslu lýsa sem mistökum. Opinn krani á ríkissjóð Í umræðu á Alþingi 25. mars um fjármálaáætlun 2022-2026 var dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir spurð um fjárhagsleg áhrif frumvarps hennar. Ummæli hennar við það tækifæri eru allrar athygli verð. Hún sagði: „Það hefur verið tekin ákvörðun um að fjármagna [útgjöld til málaflokks hælisleitenda] samkvæmt raunútgjöldum í stað þess að ofætla í fjárlögum […].“ Opnum krana á ríkissjóð verður ekki betur lýst en með þessum orðum dómsmálaráðherra. Útgjöldin eru ótakmörkuð og verða sótt í aukafjárlög eftir því sem þurfa þykir. Þessi orð falla af hálfu ráðherra í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með fjármál ríkissjóðs. Þau lýsa stefnu um opinn krana sem hvergi yrði talin boðleg í ljósi ábyrgðar í ríkisfjármálum. Galopin landamæri: „Sama hve margir“ Þá vekja athygli ummæli dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd. Hún sagði: „[…] við þurfum að hafa það alveg á hreinu að þeir sem leita hér eftir alþjóðlegri vernd og eiga rétt á henni […] munu fá alþjóðlega vernd ef þeir uppfylla þau skilyrði sama hve margir það eru […].“ Eftir þessu er tekið: Sama hve margir það eru. Fjöldinn er ótakmarkaður í ljósi orða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann og flokkur hennar fylgja samkvæmt þessu með eindregnum hætti stefnu sem nágrannaþjóðirnar hafa lagt af og lýsa sem mistökum. Reynt að bæta fyrir mistök fortíðar Fráhvarfið frá fyrri stefnu er skýrt í Danmörku. Jafnaðarmannastjórnin þar undir forystu Mette Fredriksen vill ekki einn einasta hælisleitenda á danska grundu. Hún vill hjálpa nauðstöddu fólki í heimalandi eða sem næst heimaslóð svo peningarnir nýtist sem best og gagnist sem flestum. Danska ríkisstjórnin fékk samþykkt með þorra atkvæða danskra þingmanna frumvarp um bann við fjárframlögum til trúarsafnaða frá varasömum aðilum sem taldir eru vilja grafa undan lýðræði og mannréttindum í Danmörku. Nú hefur danska ríkisstjórnin skorið upp herör gagnvart gettóum sem svo eru nefnd og eru samfélög utan hins danska velferðarsamfélags þar sem dönsk gildi eru einskis virt, lýðræði og mannréttindi eru forsmáð og jafnrétti kynja er ekki til umræðu. Markmiðið er að uppræta þessi gettó öll með tölu. Öll. Fyrir 2030. Já, svona er stefnan kynnt. Um þetta markmið ríkir breið samstaða á dönskum stjórnmálavettvangi. Glöggt sést viðleitni til að bæta samfélag sem ber þess merki að hafa skaddast vegna stefnu sem lýst er sem mistökum. Stefnubreyting með mannúð að leiðarljósi Hér á landi eru sterk öfl sem vilja fylgja þessari misráðnu stefnu. Ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ganga hart fram í því efni eins og hér hefur verið rakið. Miðað við orð og gerðir þessara aðila er ekki á þá að treysta þegar kemur að því að móta framtíðarstefnu í málaflokknum. Sú stefna verður um algjört fráhvarf frá mistökum fyrri tíðar. Hún verður um útrétta hönd til fólks í neyð, að nýta fé sem best og hjálpa sem flestum eins og Danir keppa nú að. Þeir sem tekið hafa mannúðina eignarnámi og þykjast tala í nafni hennar mega vita að hún er mælanleg: Mælikvarðinn er hversu mörgum er hjálpað. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun