Segir viðbúnað á gossvæðinu „eitthvað sem gengur ekki til lengri tíma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2021 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt og mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Unnið er að breytingu á skipulögðum viðbúnaði á svæðinu. Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira