Af Jóni og séra Jóni Erna Bjarnadóttir skrifar 9. apríl 2021 15:32 Síðastliðið ár hefur greinarhöfundur skoðað framkvæmd tollafgreiðslu hér á landi. Atburðarásin var rakin í stuttu máli í grein þann 22. mars sl., sjá hér. En sífellt koma nýjar upplýsingar fram í dagsljósið. Á dögunum barst svar við fyrirspurn sem lögmenn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði höfðu beint til tollgæslustjóra þar sem spurt var út í upplýsingar sem komu fram í minnisblaði starfshóps fjármálaráðherra um að „gæðum gagna“ vegna innflutnings væri ábótavant (sjá). Í minnisblaði starfshópsins sagði m.a.: „Skatturinn (Tollstjóri) hefur staðið fyrir tveimur umfangsmiklum áreiðanleikakönnunum til að kanna gæði gagna í innflutningi [...] Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng. Þessi tvö atriði ásamt tollverði skipta meginmáli við álagningu aðflutningsgjalda og hagtölur.“ Skiljanlega vakti þessi setning áhuga og því var Skatturinn/tollgæslustjóri m.a. spurður út í hvaða gögn hefðu verið lögð fyrir umræddan fund. Svari Skattsins fylgdi afrit af bréfi sem sent var tollmiðlurum og innflytjendum í febrúar 2020 þar sem þeir eru boðaðir til upplýsingafundar. Bréfið er hið áhugaverðasta og mætti margt taka þar til umfjöllunar. Eftirfarandi málsgreinar vekja þó sérstaka athygli (feitletranir eru greinarhöfundar): „Niðurstaða áreiðanleikagreiningar á tollskýrslum bendir eindregið til nauðsyn þess að brugðist verði við með aðgerðum í samræmi við tolla- og skattalöggjöf. Vissulega kemur til greina að gripið verði til aðgerða sem sumar hverjar gætu talist íþyngjandi.“ Síðan segir áfram: „Einn möguleiki er að tollmiðlurum og innflytjendum verði veitt mun meira aðhald með því að panta inn fleiri tollskýrslur og fylgiskjöl. Þessi aðferð mun án efa draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga. Þetta er eitthvað sem tollyfirvöldum hugnast ekki, enda hefði slík aðgerð ekki aðeins mjög slæm efnahagsleg áhrif, heldur myndi skila sér í verri þjónustu við fyrirtæki og almenning og leiða til mikillar vinnu og kostnaðar fyrir tollyfirvöld og fyrirtækin í landinu. Slík framkvæmd er alls ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytisins.“ Þessi aðferðafræði Skattsins sem birtist í tilvitnuðum texta er mjög sérstök, svo vægt sé til orða tekið. Jafnvel má segja að textinn sé í engu samræmi við aðferðafræði tollalaga nr. 88/2005. Nú er það svo að um tollflokkun, tollafgreiðslu og annað sem að innflutningi snýr gilda tollalög nr. 88/2005. Í þessum lagabálki birtist opinber stefna ríkisvaldsins í tollamálum, samþykktri af löggjafanum, Alþingi. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar ber framkvæmdavaldið ábyrgð á lagaframkvæmd, sem í þessu tilviki er fjármála- og efnahagsráðherra og undirstofnun hans, Skatturinn. Allt tal um „stefnu Skattsins“ eða „stefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins“ er sérstakt í þessu ljósi, ekki síst þegar svo virðist sem að stefnan gangi gegn texta tollalaga nr. 88/2005. Rétt er að víkja nokkrum orðum um þau ákvæði laganna sem hér skipta máli. Samkvæmt 3. gr. tollalaga gildir almenn tollskylda í landinu – m.ö.o. hver sá sem flytur vöru til landsins verður ábyrgur fyrir greiðslu tolla samkvæmt ákvæðum laganna. Í 32. gr. tollalaga segir svo að innflytjandi sem sendir tollyfirvöldum aðflutningsskýrslu ber ábyrgð á að upplýsingar sem þar eru séu réttar. Þá ber hann ábyrgð á að fram komi allar upplýsingar sem eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar og að þær byggi á viðeigandi fylgiskjölum. Sambærilegt ákvæði gildir um tollmiðlara, sbr. 33. gr. tollalaga. Brot gegn tollalögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. XXII. kafla laganna, en skv. upphafsákvæði þessa kafla skal refsa fyrir þau brot á lögunum. Af þessu leiðir að sú opinbera stefna, sem birtist í ákvæðum tollalaga, er skýr: Ef brotið er gegn tollalögum ber að rannsaka þau og eftir atvikum sekta innflytjendur eða dæma til fangelsisrefsingar, ef sakir eru miklar. Sú stefna, sem birtist í fyrrnefndu bréfi Skattsins, að beita ekki valdheimildum sínum skv. tollalögum, þar sem það er ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna þess að það kunni að „draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga“ eða af því að það hefur „slæm efnahagsleg áhrif“, er ekki í samræmi við ákvæði tollalaga. Það er því von að spurt sé hvernig standi nú á því að „tollyfirvöldum hugnast ekki“ að krefja innflytjendur þeirra gagna sem þó eiga að liggja fyrir til að sannreyna að þeir hafi fullnægt áskilnaði tollalaga. Rétt er að minnast þess að almenningur er krafinn um öll gögn sem fylgja pöntunum úr netverslunum og greiðir hann hverja krónu í tolla og önnur gjöld samkvæmt því. Skatturinn hefur ekki heimild til að víkja frá því þegar aðrir eiga í hlut. Hér er verk að vinna fyrir þá sem eiga að framfylgja lögum. Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið sjálft. Höfundur er verkefnastjóri og hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Síðastliðið ár hefur greinarhöfundur skoðað framkvæmd tollafgreiðslu hér á landi. Atburðarásin var rakin í stuttu máli í grein þann 22. mars sl., sjá hér. En sífellt koma nýjar upplýsingar fram í dagsljósið. Á dögunum barst svar við fyrirspurn sem lögmenn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði höfðu beint til tollgæslustjóra þar sem spurt var út í upplýsingar sem komu fram í minnisblaði starfshóps fjármálaráðherra um að „gæðum gagna“ vegna innflutnings væri ábótavant (sjá). Í minnisblaði starfshópsins sagði m.a.: „Skatturinn (Tollstjóri) hefur staðið fyrir tveimur umfangsmiklum áreiðanleikakönnunum til að kanna gæði gagna í innflutningi [...] Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng. Þessi tvö atriði ásamt tollverði skipta meginmáli við álagningu aðflutningsgjalda og hagtölur.“ Skiljanlega vakti þessi setning áhuga og því var Skatturinn/tollgæslustjóri m.a. spurður út í hvaða gögn hefðu verið lögð fyrir umræddan fund. Svari Skattsins fylgdi afrit af bréfi sem sent var tollmiðlurum og innflytjendum í febrúar 2020 þar sem þeir eru boðaðir til upplýsingafundar. Bréfið er hið áhugaverðasta og mætti margt taka þar til umfjöllunar. Eftirfarandi málsgreinar vekja þó sérstaka athygli (feitletranir eru greinarhöfundar): „Niðurstaða áreiðanleikagreiningar á tollskýrslum bendir eindregið til nauðsyn þess að brugðist verði við með aðgerðum í samræmi við tolla- og skattalöggjöf. Vissulega kemur til greina að gripið verði til aðgerða sem sumar hverjar gætu talist íþyngjandi.“ Síðan segir áfram: „Einn möguleiki er að tollmiðlurum og innflytjendum verði veitt mun meira aðhald með því að panta inn fleiri tollskýrslur og fylgiskjöl. Þessi aðferð mun án efa draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga. Þetta er eitthvað sem tollyfirvöldum hugnast ekki, enda hefði slík aðgerð ekki aðeins mjög slæm efnahagsleg áhrif, heldur myndi skila sér í verri þjónustu við fyrirtæki og almenning og leiða til mikillar vinnu og kostnaðar fyrir tollyfirvöld og fyrirtækin í landinu. Slík framkvæmd er alls ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytisins.“ Þessi aðferðafræði Skattsins sem birtist í tilvitnuðum texta er mjög sérstök, svo vægt sé til orða tekið. Jafnvel má segja að textinn sé í engu samræmi við aðferðafræði tollalaga nr. 88/2005. Nú er það svo að um tollflokkun, tollafgreiðslu og annað sem að innflutningi snýr gilda tollalög nr. 88/2005. Í þessum lagabálki birtist opinber stefna ríkisvaldsins í tollamálum, samþykktri af löggjafanum, Alþingi. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar ber framkvæmdavaldið ábyrgð á lagaframkvæmd, sem í þessu tilviki er fjármála- og efnahagsráðherra og undirstofnun hans, Skatturinn. Allt tal um „stefnu Skattsins“ eða „stefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins“ er sérstakt í þessu ljósi, ekki síst þegar svo virðist sem að stefnan gangi gegn texta tollalaga nr. 88/2005. Rétt er að víkja nokkrum orðum um þau ákvæði laganna sem hér skipta máli. Samkvæmt 3. gr. tollalaga gildir almenn tollskylda í landinu – m.ö.o. hver sá sem flytur vöru til landsins verður ábyrgur fyrir greiðslu tolla samkvæmt ákvæðum laganna. Í 32. gr. tollalaga segir svo að innflytjandi sem sendir tollyfirvöldum aðflutningsskýrslu ber ábyrgð á að upplýsingar sem þar eru séu réttar. Þá ber hann ábyrgð á að fram komi allar upplýsingar sem eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar og að þær byggi á viðeigandi fylgiskjölum. Sambærilegt ákvæði gildir um tollmiðlara, sbr. 33. gr. tollalaga. Brot gegn tollalögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. XXII. kafla laganna, en skv. upphafsákvæði þessa kafla skal refsa fyrir þau brot á lögunum. Af þessu leiðir að sú opinbera stefna, sem birtist í ákvæðum tollalaga, er skýr: Ef brotið er gegn tollalögum ber að rannsaka þau og eftir atvikum sekta innflytjendur eða dæma til fangelsisrefsingar, ef sakir eru miklar. Sú stefna, sem birtist í fyrrnefndu bréfi Skattsins, að beita ekki valdheimildum sínum skv. tollalögum, þar sem það er ekki í samræmi við stefnu Skattsins eða fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna þess að það kunni að „draga úr skilvirkni tollafgreiðslu og seinka afhendingu vörusendinga“ eða af því að það hefur „slæm efnahagsleg áhrif“, er ekki í samræmi við ákvæði tollalaga. Það er því von að spurt sé hvernig standi nú á því að „tollyfirvöldum hugnast ekki“ að krefja innflytjendur þeirra gagna sem þó eiga að liggja fyrir til að sannreyna að þeir hafi fullnægt áskilnaði tollalaga. Rétt er að minnast þess að almenningur er krafinn um öll gögn sem fylgja pöntunum úr netverslunum og greiðir hann hverja krónu í tolla og önnur gjöld samkvæmt því. Skatturinn hefur ekki heimild til að víkja frá því þegar aðrir eiga í hlut. Hér er verk að vinna fyrir þá sem eiga að framfylgja lögum. Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið sjálft. Höfundur er verkefnastjóri og hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun