Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 17:14 Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveifluðust mest í verði á tímabilinu. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu. Grænmeti og ávextir lækkuðu mest Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%. Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands. Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19 Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Lækkar verð í meirihluta vöruflokkanna í flestum verslununum en grænmeti og ávextir lækka þó mest í verði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Miklar verðlækkanir mælast í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup, mest í flokki grænmetis og ávaxta en minnst á kjötvöru. Næst mest lækkaði verð í Kjörbúðinni eða um 3,5% en þar á eftir kemur Hagkaup með 2,4% lækkun. Vörukarfan lækkaði um 1% í Iceland, 0,7% í Krónunni og 0,3% í Bónus. Vörukarfan hækkaði hins vegar um um 0,8% í Nettó líkt og áður segir og vegur þar þyngst 10,7% verðhækkun á kjötvöru. Kjötvara, grænmeti og ávextir eru þeir vöruflokkar sem sveiflast mest í verði á tímabilinu. Grænmeti og ávextir lækkuðu mest Fram kemur í samantekt verðlagseftirlits ASÍ að grænmeti og ávextir lækkuðu um 5,3% að meðaltali eða 2,4% ef Heimkaup eru undanskilin. Í þeirri verslun lækkar verð á grænmeti og ávöxtum um 25,2%. Kjötvara lækkar í verði í sex af átta verslunum, mest í Kjörbúðinni, 13,8% en minnst í Krambúðinni, 1,1%. Svipaða sögu er að segja um mjólkurvörur sem lækka í verði í sex verslunum af átta. Verð á ýmissi matvöru sem samanstendur af þurrvöru og dósamat, fiski og fitu lækkar í sjö verslunum og verð á brauði- og kornvörum og hreinlætisvörum lækkar í fimm verslunum. Verðlækkanir í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup Verð lækkaði í öllum vöruflokkum hjá Heimkaup og í mörgum vöruflokkum má sjá miklar verðlækkanir. Mest lækkaði verð á grænmeti og ávöxtum, 25,2% og næst mest lækkaði verð á drykkjarvöru, 17,9%. Verð á brauði- og kornvöru lækkaði um 11,7% milli mælinga og mjólkurvara um um 9,6%. Minnst lækkaði verð á kjötvöru, 2,2% og næst minnst lækkaði verð á ýmissi matvöru, 2,9%. Verðkönnunin var framkvæmd daganna 2. til 9. nóvember 2020 og 20. til 30. mars 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og tekur mið af gögnum Hagstofu Íslands.
Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19 Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Verð hækkar í flestum flokkum Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum frá því í lok maí. 16. nóvember 2020 16:19
Miklar hækkanir á matvörukörfunni Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2,3 til 15,6 prósent á einu ári í átta verslunarkeðjum en vörukarfan er sögð endurspegla almenn matarinnkaup meðal heimils. 3. júní 2020 14:41