Sjaldgæfur hvalreki í Eyjafirði vakti athygli Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 16:39 Ekki var annað að sjá en að norðsnjáldrinn væri í góðu líkamlegu ástandi. Mynd/Stefani Lohman Norðsnjáldri af ætt svínhvala fannst rekinn dauður í síðustu viku skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Dánarorsök er ókunn en hvalrekinn er sagður teljast til tíðinda þar sem aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land frá því að skráningu hófst með skipulögðum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Dýrið var 4,73 metrar að lengd, líklega fullorðinn tarfur en stærstir verða norðsnjáldrar 5−5,5 metrar og allt að 1,5 tonn. Kristinn Ásmundsson, bóndi á Höfða II, tilkynnti um hvalrekann eftir að hafa fundið hvalinn í svokallaðri Bót nærri bænum. Hvalshræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Beinagrindin verður hirt síðar og rannsökuð og einnig má nota hana í sýningahaldi, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrminjasafnsins. Sverrir Daníel Halldórsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fór á vettvang hvalrekans ásamt Hlyni Péturssyni, útibússtjóra stofnunarinnar á Akureyri, þar sem þeir mældu hvalinn og tóku sýni til nánari rannsókna. Ekkert plast í maga hvalsins Fram kemur í tilkynningu að ekki væri annað að sjá en að norðsnjáldrinn (Mesoplodon bidens) væri í góðu líkamlegu ástandi. Engar fæðuleifar fundust í maga hans og ekkert plast heldur, sem að undanförnu hefur fundist í töluverðu magni í mögum annarra hvala af svínhvalaætt (Ziphidae). Hræið var að lokum urðað í fjöru.Mynd/Stefani Lohman Að sögn Náttúruminjasafnsins lifa norðsnjáldrar, líkt og aðrir tannhvalir, mest á bein- og brjóskfiskum og smokkfiski en almennt er lítið vitað um lífshætti dýranna. „Óvíst er um ævilengd norðsnjáldra, en miðað við aðra svínhvali geta þeir orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru gráleit og dekkri á baki en kviði. Á baki eru oft rispur og rákir, líklega eftir slagsmál. Enda þótt norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hefur hann aðeins eitt par af tönnum, líkt og latneska nafn hans gefur til kynna, bidens - tvær tennur. Tennurnar eru á miðjum neðri kjálka, en aðeins í karldýrum því kýrnar eru tannlausar.“ Að sögn Náttúruminjasafnsins finnast norðsnjáldrar í Norður-Atlantshafi, aðallega djúpt úti og meira í því austanverðu en vestan hafs. Norðsnjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög styggir. Ekki er vitað um stofnstærð tegundarinnar, hvorki hér á landi né hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) eða Umhverfisstofnun Evrópusambandsins (EEA). Einungis er vitað um átta önnur tilvik hvalreka á ströndum Íslands frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti árið 1980. Fyrsti staðfesti fundurinn var árið 1992 við bæinn Ós í Breiðdal og síðasti árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Dýr Grýtubakkahreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Dýrið var 4,73 metrar að lengd, líklega fullorðinn tarfur en stærstir verða norðsnjáldrar 5−5,5 metrar og allt að 1,5 tonn. Kristinn Ásmundsson, bóndi á Höfða II, tilkynnti um hvalrekann eftir að hafa fundið hvalinn í svokallaðri Bót nærri bænum. Hvalshræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Beinagrindin verður hirt síðar og rannsökuð og einnig má nota hana í sýningahaldi, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrminjasafnsins. Sverrir Daníel Halldórsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fór á vettvang hvalrekans ásamt Hlyni Péturssyni, útibússtjóra stofnunarinnar á Akureyri, þar sem þeir mældu hvalinn og tóku sýni til nánari rannsókna. Ekkert plast í maga hvalsins Fram kemur í tilkynningu að ekki væri annað að sjá en að norðsnjáldrinn (Mesoplodon bidens) væri í góðu líkamlegu ástandi. Engar fæðuleifar fundust í maga hans og ekkert plast heldur, sem að undanförnu hefur fundist í töluverðu magni í mögum annarra hvala af svínhvalaætt (Ziphidae). Hræið var að lokum urðað í fjöru.Mynd/Stefani Lohman Að sögn Náttúruminjasafnsins lifa norðsnjáldrar, líkt og aðrir tannhvalir, mest á bein- og brjóskfiskum og smokkfiski en almennt er lítið vitað um lífshætti dýranna. „Óvíst er um ævilengd norðsnjáldra, en miðað við aðra svínhvali geta þeir orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru gráleit og dekkri á baki en kviði. Á baki eru oft rispur og rákir, líklega eftir slagsmál. Enda þótt norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hefur hann aðeins eitt par af tönnum, líkt og latneska nafn hans gefur til kynna, bidens - tvær tennur. Tennurnar eru á miðjum neðri kjálka, en aðeins í karldýrum því kýrnar eru tannlausar.“ Að sögn Náttúruminjasafnsins finnast norðsnjáldrar í Norður-Atlantshafi, aðallega djúpt úti og meira í því austanverðu en vestan hafs. Norðsnjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög styggir. Ekki er vitað um stofnstærð tegundarinnar, hvorki hér á landi né hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) eða Umhverfisstofnun Evrópusambandsins (EEA). Einungis er vitað um átta önnur tilvik hvalreka á ströndum Íslands frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti árið 1980. Fyrsti staðfesti fundurinn var árið 1992 við bæinn Ós í Breiðdal og síðasti árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfðavík í Vestmannaeyjum.
Dýr Grýtubakkahreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira