Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 16:07 Bjarni Már Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Hrafnkell Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Hann telur eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld biðji þá einstaklinga afsökunar sem voru frelsissviptir með ólögmætum hætti. „Það eru aðallega þessi ítrekuðu ummæli um að niðurstaða dómstólsins séu vonbrigði eða óheppileg eða geti sett sóttvarnir í landinu í uppnám. Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. „Það er þekkt að skjóta á dómstóla þegar einhverjir hafa klúðrað málunum,“ segir prófessorinn. „Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?“ spyr hann í tísti í dag. Hættuleg orðræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að úrskurðurinn sé slæmur fyrir sóttvarnir í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt hann vonbrigði. Bjarni segir svona orðræðu af hálfu stjórnvalda ekki tæka í lýðræðisríki. „Þetta er svo hættuleg orðræða, einkum þegar stemningin er orðin svona súr. Það er mikil vigt lögð í þessi ummæli en þarna er bara verið að gagnrýna dómstóla fyrir að standa vörð um réttindi borgara og grundvallarreglur í lýðræðisríki. Svo fylgir Læknafélagið í kjölfarið. Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að gagnrýni hans beinist ekki að sóttvarnaaðgerðum í sjálfu sér. „Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á sóttvörnum. Ég hef ekkert á móti þeim, ég er bara á móti fúski,“ segir Bjarni. Úr því að vandinn liggur að sögn Bjarna ekki hjá dómstólum heldur hjá stjórnvöldum, segir hann að einhverjir þurfi nú að biðjast afsökunar. „Sérstaklega það fólk sem hefur verið frelsissvipt. Það væri ágætisbyrjun að biðja það afsökunar á þessu klúðri og gera betur. Það er náttúrulega ekki lenska hérlendis að stjórnmálamenn segi af sér, þannig að það er ekki raunhæfur möguleiki.“ Gróf brot á réttindum fólks Bjarni segir að með upphaflegu reglugerðinni um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli hafi ýmsar grundvallarreglur verið þverbrotnar. „Þetta er skrýtið mál og mér finnst svo sérstakt hve léttvægt þau virðast líta á þetta. Þau virðast ekki átta sig á hve gróf þessi brot á réttindum fólks eru,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að útfæra skyldudvöl á sóttkvíarhótelum en þá þurfi að gera það eftir ákveðnum ferlum og ekki sama hvernig farið er að. Lagabreytingu þarf til. Loks gagnrýnir Bjarni að stjórnvöld hafi neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á umrædd réttindabrot. Gögnin sem ákvörðunin um sóttkvíarhótel grundvallast á hafa enn ekki verið birt, eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt. Það er merkilegt að á einni viku hafa heilbrigðisyfirvöld brotið á grundvallarréttindum borgaranna, grafið undan íslenskum dómstólum, neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á brotin og ekki axlað nokkra ábyrgð. Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) April 8, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 „Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Hann telur eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld biðji þá einstaklinga afsökunar sem voru frelsissviptir með ólögmætum hætti. „Það eru aðallega þessi ítrekuðu ummæli um að niðurstaða dómstólsins séu vonbrigði eða óheppileg eða geti sett sóttvarnir í landinu í uppnám. Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. „Það er þekkt að skjóta á dómstóla þegar einhverjir hafa klúðrað málunum,“ segir prófessorinn. „Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?“ spyr hann í tísti í dag. Hættuleg orðræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að úrskurðurinn sé slæmur fyrir sóttvarnir í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt hann vonbrigði. Bjarni segir svona orðræðu af hálfu stjórnvalda ekki tæka í lýðræðisríki. „Þetta er svo hættuleg orðræða, einkum þegar stemningin er orðin svona súr. Það er mikil vigt lögð í þessi ummæli en þarna er bara verið að gagnrýna dómstóla fyrir að standa vörð um réttindi borgara og grundvallarreglur í lýðræðisríki. Svo fylgir Læknafélagið í kjölfarið. Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að gagnrýni hans beinist ekki að sóttvarnaaðgerðum í sjálfu sér. „Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á sóttvörnum. Ég hef ekkert á móti þeim, ég er bara á móti fúski,“ segir Bjarni. Úr því að vandinn liggur að sögn Bjarna ekki hjá dómstólum heldur hjá stjórnvöldum, segir hann að einhverjir þurfi nú að biðjast afsökunar. „Sérstaklega það fólk sem hefur verið frelsissvipt. Það væri ágætisbyrjun að biðja það afsökunar á þessu klúðri og gera betur. Það er náttúrulega ekki lenska hérlendis að stjórnmálamenn segi af sér, þannig að það er ekki raunhæfur möguleiki.“ Gróf brot á réttindum fólks Bjarni segir að með upphaflegu reglugerðinni um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli hafi ýmsar grundvallarreglur verið þverbrotnar. „Þetta er skrýtið mál og mér finnst svo sérstakt hve léttvægt þau virðast líta á þetta. Þau virðast ekki átta sig á hve gróf þessi brot á réttindum fólks eru,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að útfæra skyldudvöl á sóttkvíarhótelum en þá þurfi að gera það eftir ákveðnum ferlum og ekki sama hvernig farið er að. Lagabreytingu þarf til. Loks gagnrýnir Bjarni að stjórnvöld hafi neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á umrædd réttindabrot. Gögnin sem ákvörðunin um sóttkvíarhótel grundvallast á hafa enn ekki verið birt, eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt. Það er merkilegt að á einni viku hafa heilbrigðisyfirvöld brotið á grundvallarréttindum borgaranna, grafið undan íslenskum dómstólum, neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á brotin og ekki axlað nokkra ábyrgð. Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) April 8, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 „Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11
Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18
„Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36