Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:14 „Friðarveggur“ á milli hverfa sambandssinna og þjóðernissinna við Lanark-veg í vesturhluta Belfast. Andstæðar fylkingar köstuðu hlutum yfir vegginn í nótt. AP/Peter Morrison Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. Pólitískur órói hefur aukist á Norður-Írlandi eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sérstakar viðskiptareglur tóku gildi fyrir breska yfirráðasvæðið. Til að komast hjá því að þurfa að koma upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Norður-Írlands og Írlands, sem tilheyrir enn ESB, sæta ákveðnir vöruflutningar á milli Norður-Írlands og Bretlands slíku eftirliti. Með þessu telja sambandssinnar að landamærum hafi verið komið upp á milli Norður-Írlands og Bretlands á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga, sem hófust um páskana, hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna sem eru hlynntir Brexit, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungmenni köstuðu lausamunum og bensínsprengjum að lögreglumönnum við Shankill-veg þar sem mótmælendur búa. Þá köstuðu óeirðarseggir hlutum í báðar áttir yfir svonefndan „friðarvegg“ sem skilur að hverfi mótmælenda við Shankill-veg og írskra þjóðernissinna. Heimastjórnin í Belfast ætlar að halda neyðarfund vegna óeirðanna í dag en spenna á milli stjórnmálaflokka sambandssinna og þjóðernissinna hefur einnig farið vaxandi upp á síðkastið. Arlene Foster, oddviti heimastjórnarinnar úr Lýðræðislega sambandssinnaflokknum, og Michael O‘Neill, leiðtogi þjóðernisflokksins Sinn Fein, fordæmdu þó bæði óeirðirnar og árásir á lögreglumenn. Vildu ákæra þjóðernissinna sem fylgdu IRA-leiðtoga til grafar Uppþotin hófust á svæðum sambandssinna í Belfast og Londonderry um páskana. Þar var kveikt í bílum og hlutum kastað í lögreglu. Sambandssinnar eru einnig sagðir gramir yfir því að lögregla hafi kosið að ákæra ekki félaga í Sinn Fein flokknum sem voru viðstaddir útför fyrrverandi leiðtoga í Írska lýðveldishernum (IRA) síðasta sumar. Flokkar sambandssinna hafa krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Fleiri en þrjú þúsund manns létu lífið í áratugalöngum átökum á milli írskra þjóðernissinna, breskra sambandssinna og breska hersins á Norður-Írlandi. Stillt var til friðar með samningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Óttast margir að Brexit hafi raskað viðkvæmu jafnvægi í norður-írskum stjórnmálum og samfélagi. Norður-Írland Bretland Brexit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Pólitískur órói hefur aukist á Norður-Írlandi eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sérstakar viðskiptareglur tóku gildi fyrir breska yfirráðasvæðið. Til að komast hjá því að þurfa að koma upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Norður-Írlands og Írlands, sem tilheyrir enn ESB, sæta ákveðnir vöruflutningar á milli Norður-Írlands og Bretlands slíku eftirliti. Með þessu telja sambandssinnar að landamærum hafi verið komið upp á milli Norður-Írlands og Bretlands á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga, sem hófust um páskana, hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna sem eru hlynntir Brexit, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungmenni köstuðu lausamunum og bensínsprengjum að lögreglumönnum við Shankill-veg þar sem mótmælendur búa. Þá köstuðu óeirðarseggir hlutum í báðar áttir yfir svonefndan „friðarvegg“ sem skilur að hverfi mótmælenda við Shankill-veg og írskra þjóðernissinna. Heimastjórnin í Belfast ætlar að halda neyðarfund vegna óeirðanna í dag en spenna á milli stjórnmálaflokka sambandssinna og þjóðernissinna hefur einnig farið vaxandi upp á síðkastið. Arlene Foster, oddviti heimastjórnarinnar úr Lýðræðislega sambandssinnaflokknum, og Michael O‘Neill, leiðtogi þjóðernisflokksins Sinn Fein, fordæmdu þó bæði óeirðirnar og árásir á lögreglumenn. Vildu ákæra þjóðernissinna sem fylgdu IRA-leiðtoga til grafar Uppþotin hófust á svæðum sambandssinna í Belfast og Londonderry um páskana. Þar var kveikt í bílum og hlutum kastað í lögreglu. Sambandssinnar eru einnig sagðir gramir yfir því að lögregla hafi kosið að ákæra ekki félaga í Sinn Fein flokknum sem voru viðstaddir útför fyrrverandi leiðtoga í Írska lýðveldishernum (IRA) síðasta sumar. Flokkar sambandssinna hafa krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Fleiri en þrjú þúsund manns létu lífið í áratugalöngum átökum á milli írskra þjóðernissinna, breskra sambandssinna og breska hersins á Norður-Írlandi. Stillt var til friðar með samningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Óttast margir að Brexit hafi raskað viðkvæmu jafnvægi í norður-írskum stjórnmálum og samfélagi.
Norður-Írland Bretland Brexit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira