Dýrt spaug Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. apríl 2021 15:00 Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bensín og olía Orkumál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun