Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 12:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti er málið nú til meðferðar og frestur til þess að skila greinargerðum rennur út klukkan þrjú í dag. Þrír dómarar munu síðan kveða upp úrskurð og talið er að það verði í fyrsta lagi síðdegis í dag. Skyldudvöl fólks á sóttkvíarhóteli er ólögmæt og reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um hana skortir lagastoð samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem var kærður til Landsréttar. Sóttvarnarlæknir skoraði í gær á stjórnvöld að treysta lagagrundvöll aðgerðanna. Þórólfur Guðnason segist nú bíða niðurstöðunnar og að næstu skref markist af henni. „Ef sú niðurstaða verður á sama veg þurfum við að sjá hvort við getum sniðið reglugerðir og aðgerðir að þeim lagaramma sem er fyrir hendi, ef ekki er vilji til þess að breyta honum,“ segir Þórólfur. Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum eru til meðferðar í Landsrétti í dag.vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að gefa upp hvað gæti falist í því. „Það þarf að skoða alla möguleika innan þess lagaramma sem fyrir er en það er ríkisstjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ég er svona að hugleiða mínar næstu tillögur í því,“ segir hann. Ekki er eining á þingi um næstu skref og skiptar skoðanir eru bæði meðal þingmanna meiri- og minnihluta. Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks hafa sagst ekki munu samþykkja frumvarp þess efnis og Píratar hafa einnig sagst vilja skoða aðrar leiðir. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd, sem fjallaði um málið í gær, segir nefndina hafa óskað eftir frekari gögnum. „Það er að segja gögnin sem varða setningu þessarar reglugerðar og þær upplýsingar sem liggja þar undir, sem sýna fram á þörfina fyrir að grípa til svona íþyngjandi aðgerða en ekki annarra aðgerða sem eru minna íþyngjandi en gætu náð sömu markmiðum,“ segir Hanna og bætir við að nú þurfi að bíða niðurstöðu Landsréttar. „Ef hann staðfestir úrskurðinn ímynda ég mér að næsta skref verði að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum og þá hljóta þessar upplýsingar að vera það sem slík breyting grundvallast á,“ segir Hanna. Þórólfur segir ekki gott ef samstaða um sóttvarnaraðgerðir brestur í pólitíkinni. „Mér finnst það nú bara frekar slæmt ef það er pólitískur ágreiningur um þær sóttvarnir sem við erum að reyna grípa til. Ef það er pólitískur ágreinigur um heimildirnar til þess að grípa til þeirra sóttvarnaráðstafana sem við teljum að þurfi til þess að lágmarka áhættuna af frekara smiti,“ segir hann. „Við höfum verið að biðla til allra að sýna samstöðu, bæði á pólitíska sviðinu og eins bara til almennings. Og það er ekki gott ef það fer eitthvað að bresta í pólitíkinni,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti er málið nú til meðferðar og frestur til þess að skila greinargerðum rennur út klukkan þrjú í dag. Þrír dómarar munu síðan kveða upp úrskurð og talið er að það verði í fyrsta lagi síðdegis í dag. Skyldudvöl fólks á sóttkvíarhóteli er ólögmæt og reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um hana skortir lagastoð samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem var kærður til Landsréttar. Sóttvarnarlæknir skoraði í gær á stjórnvöld að treysta lagagrundvöll aðgerðanna. Þórólfur Guðnason segist nú bíða niðurstöðunnar og að næstu skref markist af henni. „Ef sú niðurstaða verður á sama veg þurfum við að sjá hvort við getum sniðið reglugerðir og aðgerðir að þeim lagaramma sem er fyrir hendi, ef ekki er vilji til þess að breyta honum,“ segir Þórólfur. Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum eru til meðferðar í Landsrétti í dag.vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að gefa upp hvað gæti falist í því. „Það þarf að skoða alla möguleika innan þess lagaramma sem fyrir er en það er ríkisstjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ég er svona að hugleiða mínar næstu tillögur í því,“ segir hann. Ekki er eining á þingi um næstu skref og skiptar skoðanir eru bæði meðal þingmanna meiri- og minnihluta. Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks hafa sagst ekki munu samþykkja frumvarp þess efnis og Píratar hafa einnig sagst vilja skoða aðrar leiðir. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd, sem fjallaði um málið í gær, segir nefndina hafa óskað eftir frekari gögnum. „Það er að segja gögnin sem varða setningu þessarar reglugerðar og þær upplýsingar sem liggja þar undir, sem sýna fram á þörfina fyrir að grípa til svona íþyngjandi aðgerða en ekki annarra aðgerða sem eru minna íþyngjandi en gætu náð sömu markmiðum,“ segir Hanna og bætir við að nú þurfi að bíða niðurstöðu Landsréttar. „Ef hann staðfestir úrskurðinn ímynda ég mér að næsta skref verði að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum og þá hljóta þessar upplýsingar að vera það sem slík breyting grundvallast á,“ segir Hanna. Þórólfur segir ekki gott ef samstaða um sóttvarnaraðgerðir brestur í pólitíkinni. „Mér finnst það nú bara frekar slæmt ef það er pólitískur ágreiningur um þær sóttvarnir sem við erum að reyna grípa til. Ef það er pólitískur ágreinigur um heimildirnar til þess að grípa til þeirra sóttvarnaráðstafana sem við teljum að þurfi til þess að lágmarka áhættuna af frekara smiti,“ segir hann. „Við höfum verið að biðla til allra að sýna samstöðu, bæði á pólitíska sviðinu og eins bara til almennings. Og það er ekki gott ef það fer eitthvað að bresta í pólitíkinni,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira