Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 07:45 Stuðningsmenn Inuit Ataqatigiit fögnuðu í gærkvöldi. EPA Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00