Á annað hundrað manns yfirgefa sóttkvíarhótelið Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. apríl 2021 19:04 Farþegar mæta á Fosshótelið við Þórunnartún. Stöð 2/Egill Um 120 manns sem hafa fengið niðurstöður úr seinni sýnatöku yfirgefa sóttkvíarhótelið í Reykjavík í dag og í kvöld. Manneskja sem fór í skimun vegna einkenna sem komu fram á hótelinu greindist með kórónuveirusmit en fékk að fara heim til sín í einangrun. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, sagði töluverða hreyfingu á gestum á Fosshóteli í Reykjavík, sem hefur verið notað sem sóttkvíarhótel síðustu daga, þar sem stór hluti þeirra sem komu fyrsta daginn sem það opnaði fái niðurstöðu úr seinni skimun í dag. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Tveir gestir greindust smitaðir af kórónuveirunni í fyrri sýnatöku. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Gylfi Þór að einn gestur hefði farið í sýnatöku vegna einkenna og reynst smitaður. Sá hafi fengið að fara heim til sín þar sem hann gat „rúttað til“ heima hjá sér og fengið aðra heimilismenn til að fara að heiman á meðan. Hinir tveir sem greindust smitaðir á hótelinu voru fluttir í farsóttarhús. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu ef það gat sýnt fram á að það hefði aðstöðu heima hjá sér til að virða sóttkví. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Gylfi Þór sagði að gestir sem hefðu ákveðið að vera um kyrrt á hótelinu væru ánægðir með vistina. Engin vandamál hafi komið upp með þá erlendu ferðamenn sem dvelja á sóttkvíarhótelinu, að sögn Gylfa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, sagði töluverða hreyfingu á gestum á Fosshóteli í Reykjavík, sem hefur verið notað sem sóttkvíarhótel síðustu daga, þar sem stór hluti þeirra sem komu fyrsta daginn sem það opnaði fái niðurstöðu úr seinni skimun í dag. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Tveir gestir greindust smitaðir af kórónuveirunni í fyrri sýnatöku. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Gylfi Þór að einn gestur hefði farið í sýnatöku vegna einkenna og reynst smitaður. Sá hafi fengið að fara heim til sín þar sem hann gat „rúttað til“ heima hjá sér og fengið aðra heimilismenn til að fara að heiman á meðan. Hinir tveir sem greindust smitaðir á hótelinu voru fluttir í farsóttarhús. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu ef það gat sýnt fram á að það hefði aðstöðu heima hjá sér til að virða sóttkví. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Gylfi Þór sagði að gestir sem hefðu ákveðið að vera um kyrrt á hótelinu væru ánægðir með vistina. Engin vandamál hafi komið upp með þá erlendu ferðamenn sem dvelja á sóttkvíarhótelinu, að sögn Gylfa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23 Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36
Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. 6. apríl 2021 12:23
Úrskurðurinn kærður til Landsréttar Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250. 6. apríl 2021 11:15