Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2021 23:01 KR - Stjarnan í Domino's deild karla veturinn 2019-2020. Vísir/Bára Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira