„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2021 10:18 Þó nokkur brögð eru af því að fólk taki með sér hunda í Geldingadali en fjórir dagar eru síðan Matvælastofnun ráðlagði fólki að gera það ekki, það geti haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. Fjórir dagar eru síðan Matvælastofnu réð fólki eindregið frá því að taka hunda með á gosstöðvarnar í Geldingadölum. Mikil mengun væri á svæðinu af efnum sem geti haft skaðleg áhrif á hunda. Jafnframt sé hætta á ýmis konar slysum Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að á gossvæðinu sé töluvert mikið áreiti, bæði hljóð og lykt, flugvélar, þyrlur og drónar og mikið af fólki, þannig að margir hundar geti orðið stressaðir. Rannsóknir Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar á regnvatni á svæðinu hafi sýnt mikla efnamengun. Meðal annars hafi flúrsýra greinst langt yfir neysluvatnsviðmiðum, allt að 60 falt magn. Einnig mælist mikil saltsýra og sýrustig er mjög lágt. Ef hundar drekka vatn á svæðinu, éta snjó, eða sleikja þófa getur það haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. Saltsýra og lágt sýrustig á yfirborði getur ert þófa og sært. Hundur með sára þófa sleikir þá gjarnan og efnin geta borist í hundinn. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fráleitt að taka hunda með sér að gosinu og segist undrandi að fólk skuli ennþá taka þá með sér. „Mér finnst ekki veita af varnaðarorðum þegar kemur því að biðja fólk um að taka ekki hunda með sér. Það er eins og að vera með kanarífugl í kolanámu,“ segir Gunnar. Dýr Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Tengdar fréttir Efnamengun á gossvæðinu getur haft skaðleg áhrif á hunda Mikil mengun er á gossvæðinu í Geldingadölum sem getur haft skaðleg áhrif á hunda og jafnframt hætta á ýmis konar slysum. Matvælastofnun mælir eindregið gegn því að hundar séu teknir með að gossvæðinu. 31. mars 2021 10:37 Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Fjórir dagar eru síðan Matvælastofnu réð fólki eindregið frá því að taka hunda með á gosstöðvarnar í Geldingadölum. Mikil mengun væri á svæðinu af efnum sem geti haft skaðleg áhrif á hunda. Jafnframt sé hætta á ýmis konar slysum Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að á gossvæðinu sé töluvert mikið áreiti, bæði hljóð og lykt, flugvélar, þyrlur og drónar og mikið af fólki, þannig að margir hundar geti orðið stressaðir. Rannsóknir Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar á regnvatni á svæðinu hafi sýnt mikla efnamengun. Meðal annars hafi flúrsýra greinst langt yfir neysluvatnsviðmiðum, allt að 60 falt magn. Einnig mælist mikil saltsýra og sýrustig er mjög lágt. Ef hundar drekka vatn á svæðinu, éta snjó, eða sleikja þófa getur það haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. Saltsýra og lágt sýrustig á yfirborði getur ert þófa og sært. Hundur með sára þófa sleikir þá gjarnan og efnin geta borist í hundinn. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fráleitt að taka hunda með sér að gosinu og segist undrandi að fólk skuli ennþá taka þá með sér. „Mér finnst ekki veita af varnaðarorðum þegar kemur því að biðja fólk um að taka ekki hunda með sér. Það er eins og að vera með kanarífugl í kolanámu,“ segir Gunnar.
Dýr Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Tengdar fréttir Efnamengun á gossvæðinu getur haft skaðleg áhrif á hunda Mikil mengun er á gossvæðinu í Geldingadölum sem getur haft skaðleg áhrif á hunda og jafnframt hætta á ýmis konar slysum. Matvælastofnun mælir eindregið gegn því að hundar séu teknir með að gossvæðinu. 31. mars 2021 10:37 Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Efnamengun á gossvæðinu getur haft skaðleg áhrif á hunda Mikil mengun er á gossvæðinu í Geldingadölum sem getur haft skaðleg áhrif á hunda og jafnframt hætta á ýmis konar slysum. Matvælastofnun mælir eindregið gegn því að hundar séu teknir með að gossvæðinu. 31. mars 2021 10:37
Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58