Gylfaginning Þorsteinn Siglaugsson skrifar 31. mars 2021 17:01 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor kom í Kastljós RÚV þriðjudaginn 30. mars til að ræða hagræn áhrif aðgerða gegn kórónaveirunni. Virtist Gylfa ekki þykja hrun ferðaþjónustunnar skipta mjög miklu máli, enda stæði sú grein aðeins fyrir um 10% landsframleiðslunnar. Því væri í lagi að fórna því sem hann nefndi „10% hagkerfið“ fyrir „90% hagkerfið“. Virtist Gylfi telja að með þessu væri hann að líta til heildarhagsmuna landsins. Nú horfum við fram á tæplega 1200 milljarða tjón hins opinbera á árunum 2020-2023, sem nemur tekjum þess í heilt ár, meira en 20 nýjum Landspítölum, og leiðir beint af aðgerðum til að hægja á útbreiðslu pestarinnar. Afleiðingarnar verða verulega skert geta hins opinbera til að standa undir grunnþjónustu, hundruð dauðsfalla sökum þess heilsutjóns sem af atvinnuleysi leiðir, stórtjón á framtíðarmöguleikum yngstu kynslóðarinnar, alvarlegasta geðheilbrigðisvá á síðari tímum, og svo mætti lengi telja. Þessu hefði mátt afstýra með hnitmiðuðum og yfirveguðum viðbrögðum í takt við hina raunverulegu hættu. Kostnaðurinn hefði orðið örlítið brot af þessari upphæð. Og nú stefnir jafnframt í að búið verði að bólusetja þá sem þörf er á að bólusetja innan mánaðar. En jafnvel þá má ekki hætta að auka við tjónið að mati prófessorsins. Í þessu ljósi er auðvitað fráleitt að málflutningur Gylfa grundvallist á einhverju mati á heildarhagsmunum. En aftur að prósentuhagkerfum prófessorsins. Sé brotthvarf 10% landsframleiðslunnar jafn léttvægt og Gylfi heldur fram, myndi þá breyta svo miklu þótt hlutfallið væri aðeins hærra? Væru 15% okkur að skaðlausu? Væri það okkur þá til svo mikils tjóns þótt hinar stóru útflutningsgreinarnar yrðu einfaldlega lagðar af líka? Sjávarútvegurinn stendur ekki fyrir nema 5% landsframleiðslunnar. Og hlutur stóriðjunnar er kannski um 2%. Ferðaþjónustan var um 8% áður en hún var lögð niður. Þá eru samt um 85% hagkerfisins eftir, sé þessari byltingarkenndu aðferðafræði fylgt, og við værum bara í nokkuð góðum málum, eða hvað? Meginhluti þjóðarinnar myndi að vísu missa vinnuna, en til hvers eru atvinnuleysisbætur? Og eftir stæði auðvitað hið opinbera: Það má lengi lifa á að kenna fólki þau merku fræði að hagkerfi sé ekki kerfi, heldur samsafn ótengdra þátta sem allir eru jafngildir og hafa engin áhrif hver á annan. Þessa kenningu mætti kalla Gylfaginningu, höfundinum til heiðurs. Að vísu bærist fremur lítill gjaldeyrir til landsins, en hvað um það? Innflutninginn mætti einfaldlega leggja af líka. Þannig náum við jafnframt að tryggja landamærin endanlega, svo hingað berist alveg örugglega aldrei nein kórónaveirusmit. Því það er auðvitað það eina í öllum heiminum sem skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor kom í Kastljós RÚV þriðjudaginn 30. mars til að ræða hagræn áhrif aðgerða gegn kórónaveirunni. Virtist Gylfa ekki þykja hrun ferðaþjónustunnar skipta mjög miklu máli, enda stæði sú grein aðeins fyrir um 10% landsframleiðslunnar. Því væri í lagi að fórna því sem hann nefndi „10% hagkerfið“ fyrir „90% hagkerfið“. Virtist Gylfi telja að með þessu væri hann að líta til heildarhagsmuna landsins. Nú horfum við fram á tæplega 1200 milljarða tjón hins opinbera á árunum 2020-2023, sem nemur tekjum þess í heilt ár, meira en 20 nýjum Landspítölum, og leiðir beint af aðgerðum til að hægja á útbreiðslu pestarinnar. Afleiðingarnar verða verulega skert geta hins opinbera til að standa undir grunnþjónustu, hundruð dauðsfalla sökum þess heilsutjóns sem af atvinnuleysi leiðir, stórtjón á framtíðarmöguleikum yngstu kynslóðarinnar, alvarlegasta geðheilbrigðisvá á síðari tímum, og svo mætti lengi telja. Þessu hefði mátt afstýra með hnitmiðuðum og yfirveguðum viðbrögðum í takt við hina raunverulegu hættu. Kostnaðurinn hefði orðið örlítið brot af þessari upphæð. Og nú stefnir jafnframt í að búið verði að bólusetja þá sem þörf er á að bólusetja innan mánaðar. En jafnvel þá má ekki hætta að auka við tjónið að mati prófessorsins. Í þessu ljósi er auðvitað fráleitt að málflutningur Gylfa grundvallist á einhverju mati á heildarhagsmunum. En aftur að prósentuhagkerfum prófessorsins. Sé brotthvarf 10% landsframleiðslunnar jafn léttvægt og Gylfi heldur fram, myndi þá breyta svo miklu þótt hlutfallið væri aðeins hærra? Væru 15% okkur að skaðlausu? Væri það okkur þá til svo mikils tjóns þótt hinar stóru útflutningsgreinarnar yrðu einfaldlega lagðar af líka? Sjávarútvegurinn stendur ekki fyrir nema 5% landsframleiðslunnar. Og hlutur stóriðjunnar er kannski um 2%. Ferðaþjónustan var um 8% áður en hún var lögð niður. Þá eru samt um 85% hagkerfisins eftir, sé þessari byltingarkenndu aðferðafræði fylgt, og við værum bara í nokkuð góðum málum, eða hvað? Meginhluti þjóðarinnar myndi að vísu missa vinnuna, en til hvers eru atvinnuleysisbætur? Og eftir stæði auðvitað hið opinbera: Það má lengi lifa á að kenna fólki þau merku fræði að hagkerfi sé ekki kerfi, heldur samsafn ótengdra þátta sem allir eru jafngildir og hafa engin áhrif hver á annan. Þessa kenningu mætti kalla Gylfaginningu, höfundinum til heiðurs. Að vísu bærist fremur lítill gjaldeyrir til landsins, en hvað um það? Innflutninginn mætti einfaldlega leggja af líka. Þannig náum við jafnframt að tryggja landamærin endanlega, svo hingað berist alveg örugglega aldrei nein kórónaveirusmit. Því það er auðvitað það eina í öllum heiminum sem skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun