Sara ætlar sér að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir er staðráðin í því að koma sterkari til baka eftir þessi erfiðu hnémeiðsli. Hugarfar hennar hefur vakið hrifingu og athygli. Instagram/@wit.fitness Það er mikill hugur og engin uppgjöf í íslensku CrossFit stjörnunni Söru Sigmundsdóttur og jákvæðni hennar hefur ekki aðeins fengið mikið hrós úr hennar herbúðum heldur einnig verið umfjöllunarefni í erlendum miðlum. Það er ekki hægt annað en að hrífast af því hvernig Sara Sigmundsdóttir hefur tekist á við mótlætið eftir að hafa meiðst illa á hné aðeins nokkrum dögum fyrir nýtt tímabil. Þetta var tímabilið þar sem hún ætlaði að verða sú besta í heimi eftir vonbrigði síðustu ára. Christine Beswick hjá vefsíðu Fitnessvolt fjallar um meiðsli Söru og hvað Suðurnesjakonan sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hún sleit krossband í hné. Sara talar þar um það að hún ætli sér að verða betri íþróttamaður eftir þessi erfiðu meiðsli sem hafa af henni allt 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara er að lyfta á fullu þrátt fyrir meiðslin og áður en hún fer í aðgerðina til að laga slitna krossbandið. Sara segist alltaf setja sér markmið og hún hefur þegar sett sér markmið áður en kemur að aðgerðinni. Nú tekur hún fyrir einn mánuð í einu. „Ég er vinna með sjúkraþjálfara og við byrjuðum æfingar í gær. Við erum að reyna að viðhalda sem mestum vöðvamassa í fótunum eins og ég get. Ég hef því þegar markmið fram að aðgerðinni. Eftir aðferðina þá mun ég setja mér nýtt mánaðarmarkmið. Eftir þann mánuð kemur svo nýtt markmið,“ sagði Sara. Sara veit hversu mikilvægt hugfar hennar er í þessu öllu saman. Hún bar niðurbrotin eftir að hún meiddi sig en núna neitar hún að líta á 2021 sem slæmt ár. Hún er staðráðin í að gera aftur æfinguna sem kostaði hana krossbandið. Hún er líka staðráðin í því að líta ekki á sig sem fórnarlamb þótt hún viðurkenni að mannlegi þátturinn hafi herjað á hana um tíma. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Ég hef mína styrktaraðila. Ég á aðdáendur. Ég á mína fjölskyldu. Ég líta á þetta að þau séu öll að lifa þetta í gegnum mig. Nú kom þetta fyrir og þau geta ekki upplifað þetta með mér. Ég hef því þegar ákveðið það að þessi meiðsli munu bara gera mig enn einbeittari í því að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit íþróttarinnar,“ sagði Sara. „Ég er staðráðin í að fylgja þessu. Um leið og ég læt neikvæðnina ná tökum á mér, fer að vorkenna sjálfri mér, að sjá mig sem fórnarlamb eða velta því fyrir mér af hverju þerra gerist alltaf fyrir mig. Þá endurstilli ég mig og segi við sjálfa mig: Þetta gerðist fyrir mig og ég geta tekið á þessu á réttan hátt. Ég ætla að nota mér þetta til að vera enn sterkari í framtíðinni,“ sagði Sara í þessu magnaða viðtali. CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að hrífast af því hvernig Sara Sigmundsdóttir hefur tekist á við mótlætið eftir að hafa meiðst illa á hné aðeins nokkrum dögum fyrir nýtt tímabil. Þetta var tímabilið þar sem hún ætlaði að verða sú besta í heimi eftir vonbrigði síðustu ára. Christine Beswick hjá vefsíðu Fitnessvolt fjallar um meiðsli Söru og hvað Suðurnesjakonan sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hún sleit krossband í hné. Sara talar þar um það að hún ætli sér að verða betri íþróttamaður eftir þessi erfiðu meiðsli sem hafa af henni allt 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara er að lyfta á fullu þrátt fyrir meiðslin og áður en hún fer í aðgerðina til að laga slitna krossbandið. Sara segist alltaf setja sér markmið og hún hefur þegar sett sér markmið áður en kemur að aðgerðinni. Nú tekur hún fyrir einn mánuð í einu. „Ég er vinna með sjúkraþjálfara og við byrjuðum æfingar í gær. Við erum að reyna að viðhalda sem mestum vöðvamassa í fótunum eins og ég get. Ég hef því þegar markmið fram að aðgerðinni. Eftir aðferðina þá mun ég setja mér nýtt mánaðarmarkmið. Eftir þann mánuð kemur svo nýtt markmið,“ sagði Sara. Sara veit hversu mikilvægt hugfar hennar er í þessu öllu saman. Hún bar niðurbrotin eftir að hún meiddi sig en núna neitar hún að líta á 2021 sem slæmt ár. Hún er staðráðin í að gera aftur æfinguna sem kostaði hana krossbandið. Hún er líka staðráðin í því að líta ekki á sig sem fórnarlamb þótt hún viðurkenni að mannlegi þátturinn hafi herjað á hana um tíma. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Ég hef mína styrktaraðila. Ég á aðdáendur. Ég á mína fjölskyldu. Ég líta á þetta að þau séu öll að lifa þetta í gegnum mig. Nú kom þetta fyrir og þau geta ekki upplifað þetta með mér. Ég hef því þegar ákveðið það að þessi meiðsli munu bara gera mig enn einbeittari í því að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit íþróttarinnar,“ sagði Sara. „Ég er staðráðin í að fylgja þessu. Um leið og ég læt neikvæðnina ná tökum á mér, fer að vorkenna sjálfri mér, að sjá mig sem fórnarlamb eða velta því fyrir mér af hverju þerra gerist alltaf fyrir mig. Þá endurstilli ég mig og segi við sjálfa mig: Þetta gerðist fyrir mig og ég geta tekið á þessu á réttan hátt. Ég ætla að nota mér þetta til að vera enn sterkari í framtíðinni,“ sagði Sara í þessu magnaða viðtali.
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira