Svæðisborgin Akureyri og menningarhlutverk hennar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 15:00 Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Menning Akureyri Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun