Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2021 00:13 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Visir/Egill Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22