Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 18:26 Bjarni Benediktsson segir horfurnar hafa batnað til muna. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira