Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. mars 2021 16:38 Björgunarsveitarmenn sjást hér stika gönguleið að gosinu í Geldingadal nú á fimmta tímanum. Vísir/Egill Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal. „Þetta er langstysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum. Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í dag og um helgina vegna ferða fólks að gossvæðinu. Vegalengdin mun vera um fjórir kílómetrar hvora leið og hækkunin nemur um 300 metrum samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hjálmar segir að stikunin fari fram nú í samráði við Almannavarnir og Veðurstofu Íslands. Þar skipti meðal annars máli að ekki sé gengið um Nátthaga á leiðinni á gosstöðvarnar þar sem órói sé á því svæði. Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal og sú sem verður stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf „Við teljum þetta vera öruggustu leiðina miðað við þær upplýsingar sem við höfum.“ Gul veðurviðvörun er í gildi í dag og líkur á gassöfnun á morgun. „Vandamálið sem við glímum við í dag er að veður er vont og kalt. Svæðið er því lokað. Morgundagurinn býður upp á betra veður en þá kemur önnur hætta sem er gassöfnun.“ Hann minnir á að gossvæðinu hafi verið lokað af Almannavörnum í dag og það sé þeirra að aflétta þeirri lokun þegar tilefni sé til. Samvinna við stikun nú síðdegis.Vísir/Jóhann K. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir meðal annars til skoðunar að opna Suðurstrandarveg að hluta en vegurinn er lokaður sem stendur vegna skemmda. Þá sagði Rögnvaldur ekkert til í því að mælt hefði verið með því að leggja langt í burtu til að letja fólk frá því að koma á svæðið. Þær ráðleggingar snúist um aðra hluti. Verið sé að skoða bílastæðamál varðandi gönguleiðina. V iðtalið má heyra hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Þetta er langstysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum. Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í dag og um helgina vegna ferða fólks að gossvæðinu. Vegalengdin mun vera um fjórir kílómetrar hvora leið og hækkunin nemur um 300 metrum samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hjálmar segir að stikunin fari fram nú í samráði við Almannavarnir og Veðurstofu Íslands. Þar skipti meðal annars máli að ekki sé gengið um Nátthaga á leiðinni á gosstöðvarnar þar sem órói sé á því svæði. Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal og sú sem verður stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf „Við teljum þetta vera öruggustu leiðina miðað við þær upplýsingar sem við höfum.“ Gul veðurviðvörun er í gildi í dag og líkur á gassöfnun á morgun. „Vandamálið sem við glímum við í dag er að veður er vont og kalt. Svæðið er því lokað. Morgundagurinn býður upp á betra veður en þá kemur önnur hætta sem er gassöfnun.“ Hann minnir á að gossvæðinu hafi verið lokað af Almannavörnum í dag og það sé þeirra að aflétta þeirri lokun þegar tilefni sé til. Samvinna við stikun nú síðdegis.Vísir/Jóhann K. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir meðal annars til skoðunar að opna Suðurstrandarveg að hluta en vegurinn er lokaður sem stendur vegna skemmda. Þá sagði Rögnvaldur ekkert til í því að mælt hefði verið með því að leggja langt í burtu til að letja fólk frá því að koma á svæðið. Þær ráðleggingar snúist um aðra hluti. Verið sé að skoða bílastæðamál varðandi gönguleiðina. V iðtalið má heyra hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira