Hinn ákærði metinn ósakhæfur Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 20:49 Tugir voru skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg. Vísir/Vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. RÚV greinir frá þessu en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Yfirmatið staðfestir geðmat sem verjandi mannsins lagði fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í september en samkvæmt því var hann ósakhæfur á verknaðarstundu. Þrír létust í brunanum við Bræðraborgarstíg og fleiri slösuðust en Marek hefur neitað sök í báðum ákæruliðum. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, fór fram á að þinghald í málinu yrði lokað en dómari hafnaði þeirri beiðni. Fram kemur í frétt RÚV að ákæruvaldið hyggist kalla 35 vitni fyrir dóminn. Þá fór verjandinn fram á að lagðar yrðu fram lögregluskýrslur tveggja einstaklinga sem handteknir voru á vettvangi fyrir að torvelda störf svo kanna megi hvernig þeir tengjast málinu. Dómurinn verður fjölskipaður og fer aðalmeðferð fram þann 26. apríl næstkomandi. Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Fram kom í desember að rannsakendur brunans telji líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu við Bræðraborgarstíg. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um brunann að ekki hefði verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur einstaklingum sem létu lífið í eldsvoðanum. Niðurstöður athugana leiddu í ljós að eldurinn hefði byrjað í herbergi á 2. hæð og og að hurðinni á því herbergi hefði verið hallað aftur. Um mínútu seinna hefði eldur kviknað á stigapalli á sömu hæð og reykur frá þeim eldi fljótlega teppt einu flóttaleið hússins. „Skömmu eftir að gluggi í stigahúsinu til suðurs var brotinn varð yfirtendrun í stigahúsinu,“ segir í skýrslunni. Um er að ræða einn mannskæðasta bruna hér á landi á síðustu áratugum. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08 Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36 Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Yfirmatið staðfestir geðmat sem verjandi mannsins lagði fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í september en samkvæmt því var hann ósakhæfur á verknaðarstundu. Þrír létust í brunanum við Bræðraborgarstíg og fleiri slösuðust en Marek hefur neitað sök í báðum ákæruliðum. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, fór fram á að þinghald í málinu yrði lokað en dómari hafnaði þeirri beiðni. Fram kemur í frétt RÚV að ákæruvaldið hyggist kalla 35 vitni fyrir dóminn. Þá fór verjandinn fram á að lagðar yrðu fram lögregluskýrslur tveggja einstaklinga sem handteknir voru á vettvangi fyrir að torvelda störf svo kanna megi hvernig þeir tengjast málinu. Dómurinn verður fjölskipaður og fer aðalmeðferð fram þann 26. apríl næstkomandi. Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Fram kom í desember að rannsakendur brunans telji líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu við Bræðraborgarstíg. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um brunann að ekki hefði verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur einstaklingum sem létu lífið í eldsvoðanum. Niðurstöður athugana leiddu í ljós að eldurinn hefði byrjað í herbergi á 2. hæð og og að hurðinni á því herbergi hefði verið hallað aftur. Um mínútu seinna hefði eldur kviknað á stigapalli á sömu hæð og reykur frá þeim eldi fljótlega teppt einu flóttaleið hússins. „Skömmu eftir að gluggi í stigahúsinu til suðurs var brotinn varð yfirtendrun í stigahúsinu,“ segir í skýrslunni. Um er að ræða einn mannskæðasta bruna hér á landi á síðustu áratugum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08 Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36 Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08
Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17