Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 10:31 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir þekkjast vel og hann hefur mikla trú á því að hún komi sterkari til baka eftir að hafa slitið krossband rétt áður en 2021 CrossFit tímabilið hófst. Samsett/Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón. CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón.
CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira