Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 14:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. Jón Steinar sagði sig frá verkefninu á föstudag eftir harða gagnrýni á að hann hefði verið fenginn til verkefnisins. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Skýrt hver ræður verkefninu Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Áslaug Arna að aldrei hafi staðið til að Jón Steinar fjallaði um kynferðisbrotamál sérstaklega þó að hún skildi að fólk hefði gert þau hugrenningartengsl. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti því sem ótrúlegum vonbrigðum að Jón Steinar hefði upphaflega verið fenginn til verksins. Benti hún á að Jón Steinar hefði sjálfur virst hafa skilið verkefnið sem svo að hann ætti að skila tillögum um meðferð kynferðisbrotamála. Áslaug Arna sagði athyglisvert að Rósa Björk teldi að maðurinn eigi að skilgreina verkefni sitt en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. „Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því hvert verkefnið er og ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn hafi verið fullalmennur,“ sagði ráðherrann. Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, var fenginn í verkefnið í stað Jóns Steinars. Í því felst að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Tilefnið sé fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Hörður Felix varði meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Jón Steinar sagði sig frá verkefninu á föstudag eftir harða gagnrýni á að hann hefði verið fenginn til verkefnisins. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Skýrt hver ræður verkefninu Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Áslaug Arna að aldrei hafi staðið til að Jón Steinar fjallaði um kynferðisbrotamál sérstaklega þó að hún skildi að fólk hefði gert þau hugrenningartengsl. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti því sem ótrúlegum vonbrigðum að Jón Steinar hefði upphaflega verið fenginn til verksins. Benti hún á að Jón Steinar hefði sjálfur virst hafa skilið verkefnið sem svo að hann ætti að skila tillögum um meðferð kynferðisbrotamála. Áslaug Arna sagði athyglisvert að Rósa Björk teldi að maðurinn eigi að skilgreina verkefni sitt en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. „Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því hvert verkefnið er og ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn hafi verið fullalmennur,“ sagði ráðherrann. Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, var fenginn í verkefnið í stað Jóns Steinars. Í því felst að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Tilefnið sé fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Hörður Felix varði meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41