Segja útilokað að rafmagnsbilanir tengist jarðhræringum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. mars 2021 13:54 Hs Veitur segja útilokað að rafmagnsleysi hafi orðið í Hafnarfirði í morgun og gær vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Visir/Vilhelm Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir útilokað að jarðskjálftahrinann á Reykjanesi hafi valdið rafmagnsleysi í Hafnarfirði í gærkvöldi og morgun. Þetta er þriðja rafmagnsbilunin hjá HS veitum í þessum mánuði Rafmagnslaust var í í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá klukkan hálf sjö í morgun til rúmlega tíu. Þar varð einnig rafmagnslaust í gærkvöldi. Egill Sigmundsson sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segir að menn hafi talið að þeir væru búnir að lagfæra bilunina í gærkvöldi en sama bilun hafi svo komið aftur upp í morgun. „Við töldum að við værum búin að greina hvar þetta væri í gær, þetta er sem sagt bilun í holtunarkerfinu hjá okkur þar sem margar dreifistöðvar hanga á háspennustrengjum. Hún kom svo aftur upp í morgun en það tókst að lagfæra hana rétt eftir tíu í morgun,“ segir Egill. Rafmagnslaust varð í Grindavík um tíma þann 5. mars þegar bruninn háspennurofi olli rafmagnsleysi þar klukkustundum saman. HS Veitur tilkynntu að ekki væri talið að bilunin tengdist jarðhræringum þar síðustu daga. Sama dag varð rafmagnslaust á Selfossi um tíma vegna útleysinga á Selfosslínu 1. Egill segir útilokað að rafmagnsbilunin í Hafnarfirði síðasta sólahring tengist jarðhræringunum á Reykjanesi. „Bilun í strengjum verður bara og gerist nánast vikulega ekki kannski hjá okkur en út um allt land. Við erum kannski með 1-2 háspennubilanir í Hafnarfirði á ári. Það er útilokað að bilunin nú tengist jarðaskjálftahrynunni á Reykjanesi,“ segir Egill. Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Rafmagnslaust var í hluta Hafnarfjarðar Ekkert rafmagn hefur verið í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá því klukkan hálf sjö í morgun. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segist vonast til að komist verði fyrir bilunina fyrir hádegið. 14. mars 2021 09:23 Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. 6. mars 2021 11:32 Selfyssingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. 5. mars 2021 23:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Rafmagnslaust var í í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá klukkan hálf sjö í morgun til rúmlega tíu. Þar varð einnig rafmagnslaust í gærkvöldi. Egill Sigmundsson sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segir að menn hafi talið að þeir væru búnir að lagfæra bilunina í gærkvöldi en sama bilun hafi svo komið aftur upp í morgun. „Við töldum að við værum búin að greina hvar þetta væri í gær, þetta er sem sagt bilun í holtunarkerfinu hjá okkur þar sem margar dreifistöðvar hanga á háspennustrengjum. Hún kom svo aftur upp í morgun en það tókst að lagfæra hana rétt eftir tíu í morgun,“ segir Egill. Rafmagnslaust varð í Grindavík um tíma þann 5. mars þegar bruninn háspennurofi olli rafmagnsleysi þar klukkustundum saman. HS Veitur tilkynntu að ekki væri talið að bilunin tengdist jarðhræringum þar síðustu daga. Sama dag varð rafmagnslaust á Selfossi um tíma vegna útleysinga á Selfosslínu 1. Egill segir útilokað að rafmagnsbilunin í Hafnarfirði síðasta sólahring tengist jarðhræringunum á Reykjanesi. „Bilun í strengjum verður bara og gerist nánast vikulega ekki kannski hjá okkur en út um allt land. Við erum kannski með 1-2 háspennubilanir í Hafnarfirði á ári. Það er útilokað að bilunin nú tengist jarðaskjálftahrynunni á Reykjanesi,“ segir Egill.
Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Rafmagnslaust var í hluta Hafnarfjarðar Ekkert rafmagn hefur verið í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá því klukkan hálf sjö í morgun. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segist vonast til að komist verði fyrir bilunina fyrir hádegið. 14. mars 2021 09:23 Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. 6. mars 2021 11:32 Selfyssingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. 5. mars 2021 23:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Rafmagnslaust var í hluta Hafnarfjarðar Ekkert rafmagn hefur verið í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá því klukkan hálf sjö í morgun. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segist vonast til að komist verði fyrir bilunina fyrir hádegið. 14. mars 2021 09:23
Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. 6. mars 2021 11:32
Selfyssingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. 5. mars 2021 23:15