Boðar byltingu gegn herforingjastjórninni í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 12:20 Mahn Win Khaing Than er leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem er í felum. Aung San Suu Kyi er enn í haldi hersins sem sakar hana um spillingu og ýmis brot. Vísir/EPA Leiðtogi ríkisstjórnar Búrma sem herinn steypti af stóli boðar stuðning við byltingu gegn herforingjastjórninni sem hrifsaði völdin í síðasta mánuði. Hermenn drápu að minnsta kosti fimm manns sem tóku þátt í mótmælum í dag. Mahn Win Khaing var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem er nú í felum eftir valdarán hersins. Í fyrstu opinberu ummælum sínum frá valdaráninu 1. febrúar í gær sagði hann dögun í nánd eftir dimmustu stundir þjóðarinnar. „Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíðar okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagði Khaing, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að í það minnsta fimm manns hafi verið drepnir í áframhaldandi mótmælum í dag. Tólf voru myrtir á mótmælum gærdagsins. Mótmæli hafa verið nær daglegt brauð í landinu frá valdaráninu. Lýðræðisbandalag Aung San Suu Kyi vann öruggan sigur í kosningum í fyrra en herinn hefur haldið því fram að kosningarnar hafi verið sviksamlegar. Alþjóðlegir eftirlitsmenn urðu ekki varir við kosningasvik. Mjanmar Tengdar fréttir Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Mahn Win Khaing var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem er nú í felum eftir valdarán hersins. Í fyrstu opinberu ummælum sínum frá valdaráninu 1. febrúar í gær sagði hann dögun í nánd eftir dimmustu stundir þjóðarinnar. „Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíðar okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagði Khaing, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að í það minnsta fimm manns hafi verið drepnir í áframhaldandi mótmælum í dag. Tólf voru myrtir á mótmælum gærdagsins. Mótmæli hafa verið nær daglegt brauð í landinu frá valdaráninu. Lýðræðisbandalag Aung San Suu Kyi vann öruggan sigur í kosningum í fyrra en herinn hefur haldið því fram að kosningarnar hafi verið sviksamlegar. Alþjóðlegir eftirlitsmenn urðu ekki varir við kosningasvik.
Mjanmar Tengdar fréttir Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55