„Gengur ekki að spila svona með mannslíf” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2021 20:30 Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Vísir/Egill Aðalsteinsson Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Varðskipið Þór var þá fengið til að draga ferjuna að Stykkishólmi, þar sem rannsóknarskipið Árni Friðriksson tók við drættinum og kom Baldri til hafnar um hálft tvö í dag , eða tæpum sólarhring síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til að gæta fyllsta öryggis. Varðskipið Þór kom til bjargar. Landhelgisgæslan „Þetta er óhugnanlegt að það sem við höfum bent á og haft áhyggjur af í nokkuð langan tíma hafi raungerst í gær,” segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem bilun komi upp í bátnum. Óásættanlegt sé að fólk komist ekki á milli staða, sér í lagi þegar þjóðvegurinn lokast vegna ófærðar, líkt og gerðist í gær. Hún kallar eftir nýrri ferju. „Fólk er bara reitt má segja. Við upplifum að mörgu leyti að fá gamla draslið til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og núna er mælirinn bara fullur. Það verður eitthvað nýtt að koma í staðinn. Það gengur ekki að spila svona með mannslíf eða afurðir sem fara til og frá svæðinu. Þetta er bara eitthvað sem við viljum ekki sjá á árinu 2021.” Frá björgunaraðgerðum.Vísir/Landhelgisgæslan Einar Sveinn Ólafsson var á meðal tuttugu farþega um borð. Hann segir fólk hafa orðið óttaslegið en á sama tíma þreytt og reitt yfir stöðunni. „Þetta var ekki að gerast í dag. Þetta er búið að vofa yfir okkur og núna viljum við bara aðgerðir, ekki seinna en strax,” segir Einar, en fréttastofa náði tali af honum rétt áður en báturinn kom til hafnar. „Ég bý í Grundarfirði en ég veit að á bryggju minni er dóttir og hennar maður. Ég mun byrja á að knúsa þau og þakka áhöfninni fyrir góðan viðurgjörning og ekki síður gæslunni og Hafró. Þetta er búið að vera meiriháttar að upplifa þetta og sjá hvað við eigum öflugt lið sem er til þegar á þarf að halda. En það er ekki þingmönnum kjördæmisins eða ráðherrum að þakka,” segir hann. „Ég segi bara, hunskist þið til að gera eitthvað. Eins og sést er mér mikið niðri fyrir en þetta fór vel, hefði getað farið verr.” Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hafsögubáturinn Fönix hafi dregið Baldur í land en það reyndist vera Árni Friðriksson. Þetta hefur verið leiðrétt. Stykkishólmur Samgöngur Landhelgisgæslan Vesturbyggð Ferjan Baldur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Varðskipið Þór var þá fengið til að draga ferjuna að Stykkishólmi, þar sem rannsóknarskipið Árni Friðriksson tók við drættinum og kom Baldri til hafnar um hálft tvö í dag , eða tæpum sólarhring síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til að gæta fyllsta öryggis. Varðskipið Þór kom til bjargar. Landhelgisgæslan „Þetta er óhugnanlegt að það sem við höfum bent á og haft áhyggjur af í nokkuð langan tíma hafi raungerst í gær,” segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem bilun komi upp í bátnum. Óásættanlegt sé að fólk komist ekki á milli staða, sér í lagi þegar þjóðvegurinn lokast vegna ófærðar, líkt og gerðist í gær. Hún kallar eftir nýrri ferju. „Fólk er bara reitt má segja. Við upplifum að mörgu leyti að fá gamla draslið til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og núna er mælirinn bara fullur. Það verður eitthvað nýtt að koma í staðinn. Það gengur ekki að spila svona með mannslíf eða afurðir sem fara til og frá svæðinu. Þetta er bara eitthvað sem við viljum ekki sjá á árinu 2021.” Frá björgunaraðgerðum.Vísir/Landhelgisgæslan Einar Sveinn Ólafsson var á meðal tuttugu farþega um borð. Hann segir fólk hafa orðið óttaslegið en á sama tíma þreytt og reitt yfir stöðunni. „Þetta var ekki að gerast í dag. Þetta er búið að vofa yfir okkur og núna viljum við bara aðgerðir, ekki seinna en strax,” segir Einar, en fréttastofa náði tali af honum rétt áður en báturinn kom til hafnar. „Ég bý í Grundarfirði en ég veit að á bryggju minni er dóttir og hennar maður. Ég mun byrja á að knúsa þau og þakka áhöfninni fyrir góðan viðurgjörning og ekki síður gæslunni og Hafró. Þetta er búið að vera meiriháttar að upplifa þetta og sjá hvað við eigum öflugt lið sem er til þegar á þarf að halda. En það er ekki þingmönnum kjördæmisins eða ráðherrum að þakka,” segir hann. „Ég segi bara, hunskist þið til að gera eitthvað. Eins og sést er mér mikið niðri fyrir en þetta fór vel, hefði getað farið verr.” Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hafsögubáturinn Fönix hafi dregið Baldur í land en það reyndist vera Árni Friðriksson. Þetta hefur verið leiðrétt.
Stykkishólmur Samgöngur Landhelgisgæslan Vesturbyggð Ferjan Baldur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31
„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42
Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36
Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40