Barátta í 105 ár og enn skal barist Drífa Snædal skrifar 12. mars 2021 14:30 Í dag eru 105 ár síðan Alþýðusamband Íslands var stofnað og vil ég nota tækifærið og óska launafólki til hamingju með samstöðuna og árangurinn í rúma öld. Lífsgæðin eru allt önnur en þau voru en verkefnin eru enn þau sömu; að tryggja fólki mannsæmandi laun, gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum, lífsgæði í formi hvíldar og frítíma og tryggingar ef eitthvað út af ber. Árangur samstöðu verkafólks sést best á því að í þeim löndum þar sem sterk verkalýðshreyfing hefur verið við lýði er minni ójöfnuður og betri almenn lífsgæði. Það á sannanlega við um Ísland í samfélagi þjóðanna. Markmiðið er að launafólk njóti þeirra gæða sem búin eru til og að samfélagið rúmi okkur öll. Þar er langt í land og þótt síðustu 105 ár hafa fleytt okkur áfram þá hafa bakslögin líka verið mörg og alvarleg. Í vikunni fengum við tvær afgerandi áminningar um það. Á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki er atvinnuöryggi a.m.k. 140 starfsmanna hjúkrunarheimila í Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjum stefnt í voða með yfirvofandi uppsögnum og hugsanlegum endurráðningum á lakari kjörum. Sveitarfélögin benda á ríkið og ríkið bendir beint til baka á sveitarfélögin. Tveir vasar á sömu buxum rífast á meðan launafólk veit ekki hvort það mun eiga í sig og á. Hin áminningin barst frá Orkuveitunni þar sem laun forstjórans voru hækkuð tvö ár afturvirkt, langt úr takti við aðra launaþróun, margfalt á við hækkanir láglaunafólks og reyndar líka langt umfram laun stjórnenda á sama tímabili. Einnig var týnd til stytting vinnuvikunnar bæði á almenna og opinbera markaðnum til að hækka laun forstjórans! Aðaleigandi Orkuveitunnar er Reykjavíkurborg. Fyrir ári síðan var ekki hægt að hækka laun fólksins sem heldur grunnstarfsemi borgarinnar gangandi án þess að efna til harkalegra kjaradeilna. Á afmæli ASÍ er gott að líta um öxl og fagna því sem hefur áunnist. En á sama tíma brýnum við okkur í baráttunni. Því við erum rétt að byrja. Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 105 ár síðan Alþýðusamband Íslands var stofnað og vil ég nota tækifærið og óska launafólki til hamingju með samstöðuna og árangurinn í rúma öld. Lífsgæðin eru allt önnur en þau voru en verkefnin eru enn þau sömu; að tryggja fólki mannsæmandi laun, gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum, lífsgæði í formi hvíldar og frítíma og tryggingar ef eitthvað út af ber. Árangur samstöðu verkafólks sést best á því að í þeim löndum þar sem sterk verkalýðshreyfing hefur verið við lýði er minni ójöfnuður og betri almenn lífsgæði. Það á sannanlega við um Ísland í samfélagi þjóðanna. Markmiðið er að launafólk njóti þeirra gæða sem búin eru til og að samfélagið rúmi okkur öll. Þar er langt í land og þótt síðustu 105 ár hafa fleytt okkur áfram þá hafa bakslögin líka verið mörg og alvarleg. Í vikunni fengum við tvær afgerandi áminningar um það. Á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki er atvinnuöryggi a.m.k. 140 starfsmanna hjúkrunarheimila í Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjum stefnt í voða með yfirvofandi uppsögnum og hugsanlegum endurráðningum á lakari kjörum. Sveitarfélögin benda á ríkið og ríkið bendir beint til baka á sveitarfélögin. Tveir vasar á sömu buxum rífast á meðan launafólk veit ekki hvort það mun eiga í sig og á. Hin áminningin barst frá Orkuveitunni þar sem laun forstjórans voru hækkuð tvö ár afturvirkt, langt úr takti við aðra launaþróun, margfalt á við hækkanir láglaunafólks og reyndar líka langt umfram laun stjórnenda á sama tímabili. Einnig var týnd til stytting vinnuvikunnar bæði á almenna og opinbera markaðnum til að hækka laun forstjórans! Aðaleigandi Orkuveitunnar er Reykjavíkurborg. Fyrir ári síðan var ekki hægt að hækka laun fólksins sem heldur grunnstarfsemi borgarinnar gangandi án þess að efna til harkalegra kjaradeilna. Á afmæli ASÍ er gott að líta um öxl og fagna því sem hefur áunnist. En á sama tíma brýnum við okkur í baráttunni. Því við erum rétt að byrja. Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun