Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun hafði áhrif á rekstur OR í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 12:35 Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár. vísir/vilhelm Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) námu 48,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust frá árinu 2020 þegar þær voru 46,6 milljarðar króna. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2020 var 5,6 milljarðar króna og dróst saman úr 6,9 milljörðum á fyrra ári. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi OR samstæðunnar. Heildarafkoma samstæðunnar sem samanstendur af móðurfélaginu, Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Carbfix dróst hins vegar saman um 61,7% milli ára og var 8,8 milljarðar króna í fyrra samanborið við 23 milljarða árið 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 394,1 milljarði króna í árslok og voru 369,8 milljarðar árið 2019. Eigið fé nam 188,1 milljörðum króna í árslok en 182,3 milljörðum undir lok ársins 2019 og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar nú 47,7% samanborið við 49,3%. Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að köld tíð og fjölgun húsa sem tengd eru hitaveitu hafi ollið um 10% vexti heitavatnsnotkunar milli áranna 2019 og 2020 sem sé fáheyrð aukning á einu ári. Framlegð rekstursins (EBITDA) og rekstrarhagnaður (EBIT) voru meiri á árinu 2020 en 2019 en heildarniðurstaða ársins var jákvæð um ríflega 5,6 milljarða króna samanborið við 6,9 milljarða árið áður. „Fjárhagsleg og menningarleg endurskipulagning samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur undanfarinn áratug hefur skilað okkur því að nú getum við lagt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að viðspyrnu gegn kórónuveirunni og áhrifum hennar á samfélagið. Reksturinn er traustur, afkoma fyrirsjáanleg og við höfum getað lækkað gjaldskrár vatnsveitu og rafveitu umtalsvert síðustu ár. Gjöld fyrir hitaveitu og fráveitu hafa nánast fylgt verðlagi á sama tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. Dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár og hafa neyðarlán eigenda sem eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð til OR vegna hrunsins verið greidd að fullu. „Það skiptir líka máli, nú þegar ríki og sveitarfélög eru að glíma við samdrátt vegna kórónuveirunnar, að verulega hefur dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna sem eiga Orkuveituna á lánum hennar. Síðasta áratuginn hefur hlutfall lána með slíkum ábyrgðum minnkað úr rúmum 90% í 46%. Við stefnum að því að hætta alveg lántöku með ábyrgðum eigenda. Þá hefur OR nú greitt að fullu neyðarlán sem eigendur veittu fyrirtækinu árið 2011 að fjárhæð 12 milljarðar króna. Skattaspor samstæðunnar fyrir síðasta ár hefur verið reiknað. Það nam 8,8 milljörðum króna. Við erum stolt af rekstri sem skilar slíkum fjárhæðum til samfélagsins.,“ er haft eftir Bjarna. Reykjavík Orkumál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi OR samstæðunnar. Heildarafkoma samstæðunnar sem samanstendur af móðurfélaginu, Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Carbfix dróst hins vegar saman um 61,7% milli ára og var 8,8 milljarðar króna í fyrra samanborið við 23 milljarða árið 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 394,1 milljarði króna í árslok og voru 369,8 milljarðar árið 2019. Eigið fé nam 188,1 milljörðum króna í árslok en 182,3 milljörðum undir lok ársins 2019 og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar nú 47,7% samanborið við 49,3%. Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að köld tíð og fjölgun húsa sem tengd eru hitaveitu hafi ollið um 10% vexti heitavatnsnotkunar milli áranna 2019 og 2020 sem sé fáheyrð aukning á einu ári. Framlegð rekstursins (EBITDA) og rekstrarhagnaður (EBIT) voru meiri á árinu 2020 en 2019 en heildarniðurstaða ársins var jákvæð um ríflega 5,6 milljarða króna samanborið við 6,9 milljarða árið áður. „Fjárhagsleg og menningarleg endurskipulagning samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur undanfarinn áratug hefur skilað okkur því að nú getum við lagt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að viðspyrnu gegn kórónuveirunni og áhrifum hennar á samfélagið. Reksturinn er traustur, afkoma fyrirsjáanleg og við höfum getað lækkað gjaldskrár vatnsveitu og rafveitu umtalsvert síðustu ár. Gjöld fyrir hitaveitu og fráveitu hafa nánast fylgt verðlagi á sama tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. Dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár og hafa neyðarlán eigenda sem eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð til OR vegna hrunsins verið greidd að fullu. „Það skiptir líka máli, nú þegar ríki og sveitarfélög eru að glíma við samdrátt vegna kórónuveirunnar, að verulega hefur dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna sem eiga Orkuveituna á lánum hennar. Síðasta áratuginn hefur hlutfall lána með slíkum ábyrgðum minnkað úr rúmum 90% í 46%. Við stefnum að því að hætta alveg lántöku með ábyrgðum eigenda. Þá hefur OR nú greitt að fullu neyðarlán sem eigendur veittu fyrirtækinu árið 2011 að fjárhæð 12 milljarðar króna. Skattaspor samstæðunnar fyrir síðasta ár hefur verið reiknað. Það nam 8,8 milljörðum króna. Við erum stolt af rekstri sem skilar slíkum fjárhæðum til samfélagsins.,“ er haft eftir Bjarna.
Reykjavík Orkumál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira