Valsmenn hafa ekki unnið KR-inga á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 14:30 KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson og KR-goðsögnin Jón Arnór Stefánsson í fyrri leik liðanna en Jón Arnór ákvað að spila með Val í vetur. Vísir/Vilhelm KR tekur á móti Val í stórleik kvöldsins í Domino´s deild karla í körfubolta en í liði gestanna úr Val eru margir leikmenn sem hafa unnið marga titla með KR-liðinu á síðustu árum. KR vann níu stiga sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, 80-71, en það hefur gengið á ýmsu í báðum herbúðum síðan þá. Valsmenn eru nú komnir með fullt lið og KR-ingar hafa einnig bætt við sig leikmönnum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20.05. Það þarf að fara mjög langt aftur í tímann til að finna Valssigur á móti KR á Íslandsmótinu í körfubolta. KR hefur nefnilega unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína á móti Val í úrvalsdeildinni eða alla leiki sína á móti Hlíðarendaliðinu á þessari öld. Síðasti sigur Vals á KR var í lokaumferðinni á 1998-99 tímabilinu en sá var spilaður í Hagaskólanum 11. mars 1999 eða fyrir nákvæmlega 22 árum síðan. Valsmenn voru þá í harðri fallbaráttu og þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda. Það tókst því Valur vann leikinn með sjö stigum, 80-73. Sigurinn dugði þó ekki til að halda sætinu í deildinni því Þór Ak. vann Tindastóls á sama tíma og sendi Valsliðið niður í 1. deildina. Kenneth Richards skoraði 33 stig fyrir Valsmenn en maður leiksins var Bergur Már Emilsson með 19 stig og fjóra þrista. Daninn Jesper W Sörensen var stigahæstur í KR-liðinu með 24 stig og þjálfarinn Keith Vassell var með 17 stig og 12 fráköst. Valsmenn hafa einu sinni komist virkilega nálægt því að vinna KR síðan en leikur liðanna 18. desember 2011 endaði í framlengingu. KR vann framlenginguna 17-15 og þar með leikinn 85-83. Leikur KR og Vals verður ekki sá eini í beinni útsendingu því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport. Dominos Tilþrifin úr fjórtándu umferð verða síðan á sömu stöð eftir leik KR og Vals. Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
KR vann níu stiga sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, 80-71, en það hefur gengið á ýmsu í báðum herbúðum síðan þá. Valsmenn eru nú komnir með fullt lið og KR-ingar hafa einnig bætt við sig leikmönnum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20.05. Það þarf að fara mjög langt aftur í tímann til að finna Valssigur á móti KR á Íslandsmótinu í körfubolta. KR hefur nefnilega unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína á móti Val í úrvalsdeildinni eða alla leiki sína á móti Hlíðarendaliðinu á þessari öld. Síðasti sigur Vals á KR var í lokaumferðinni á 1998-99 tímabilinu en sá var spilaður í Hagaskólanum 11. mars 1999 eða fyrir nákvæmlega 22 árum síðan. Valsmenn voru þá í harðri fallbaráttu og þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda. Það tókst því Valur vann leikinn með sjö stigum, 80-73. Sigurinn dugði þó ekki til að halda sætinu í deildinni því Þór Ak. vann Tindastóls á sama tíma og sendi Valsliðið niður í 1. deildina. Kenneth Richards skoraði 33 stig fyrir Valsmenn en maður leiksins var Bergur Már Emilsson með 19 stig og fjóra þrista. Daninn Jesper W Sörensen var stigahæstur í KR-liðinu með 24 stig og þjálfarinn Keith Vassell var með 17 stig og 12 fráköst. Valsmenn hafa einu sinni komist virkilega nálægt því að vinna KR síðan en leikur liðanna 18. desember 2011 endaði í framlengingu. KR vann framlenginguna 17-15 og þar með leikinn 85-83. Leikur KR og Vals verður ekki sá eini í beinni útsendingu því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport. Dominos Tilþrifin úr fjórtándu umferð verða síðan á sömu stöð eftir leik KR og Vals. Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80)
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum