Gera ráð fyrir að bóluefni Janssen fái markaðsleyfi fyrir helgi Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 16:19 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, er bjartsýn á þróunina í bóluefnamálum. Vísir Vænta má þess að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi fyrir lok þessarar viku að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefninu en ólíkt þeim sem hafa verið notuð hér á landi dugar einn skammtur af bóluefni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. Rúna segir ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að framleiðslu bóluefna og reiknar með því að Janssen fái skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu á fimmtudag eða föstudag og samdægurs á Íslandi. „Þetta er líka bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér mjög marga skammta af svo það verður mjög ánægjulegt þegar þetta bætist við. Síðan er kannski vert að benda á að bæði Pfizer og AstraZeneca hafa verið að vinna mjög hart að því að auka framleiðslugetu sína, einkum fyrir Evrópumarkað, og þá má kannski vænta þess að það fari eitthvað að fjölga í afhendingapökkunum sem við erum að fá.“ Um það bil 2.200 manns fengu bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag.Vísir/Sigurjón Minnst 190 þúsund skammtar fyrir lok júní Í gær höfðu rúmlega 29 þúsund einstaklingar hafið eða lokið bólusetningu við Covid-19 hér á landi og fjölgaði í þeim hópi í dag. Samkvæmt núgildandi áætlunum Pfizer, AstraZeneca og Moderna áforma fyrirtækin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní en einungis liggur fyrir afhendingaráætlun út mars eða apríl. Rúna segir óljóst hvenær fyrsta sendingin af bóluefni Janssen berist til landsins en það yrði sennilega í fyrsta lagi í apríl. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við RÚV í dag að hún vænti þess að afhendingarætlun Janssen verði tilbúin fljótlega eftir að efnið fær markaðsleyfi og þar að auki sé brátt von á afhendingaráætlunum Moderna og Pfizer fyrir annan ársfjórðung. „Við erum bara hóflega bjartsýn með þetta allt saman, það sem er að gerast er að markaðsleyfunum er að fjölga,“ segir Rúna en þrjú önnur bóluefni gegn Covid-19 eru komin í svokallað áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu: Sputnik V og efnin frá Novavax og CureVac. „Þá eru fyrirtækin farin að skila inn upplýsingum og rannsóknarniðurstöðum inn til Evrópsku lyfjastofnunarinnar sem mun þá flýta fyrir um leið og þau leggja inn umsókn fyrir markaðsleyfi.“ Af þeim þremur framleiðendum hefur Ísland einungis undirritað samning við CureVac um kaup á bóluefni fyrir 90 þúsund einstaklinga en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út að líklega verði gengið til samninga við Novavax eftir að fyrirtækið hefur lokið viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Rúna segir að heilt yfir sé útlit fyrir að framboð af bóluefnum eigi eftir að aukast á næstu mánuðum.„Mér finnst þetta vera mjög jákvæð teikn og ég held að ef horft er yfir allt þá sé alveg ótrúlegt að rétt rúmu ári eftir að þessi faraldur fór að láta á sér kræla þá sé fjórða markaðsleyfið að koma. Það er búið að þróa og framleiða bóluefni og farið að bólusetja milljónir manna um allan heim, ég held að það sé alveg ótrúlegt afrek.“Fram kom um helgina að íslensk stjórnvöld hafi samið um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna frá AstraZeneca, Janssen, CuraVac, Moderna og Pfizer/BioNTech. Duga skammtarnir fyrir um 630 þúsund manns en jafnframt hafa Íslendingar tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. 15. febrúar 2021 17:15 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rúna segir ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að framleiðslu bóluefna og reiknar með því að Janssen fái skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu á fimmtudag eða föstudag og samdægurs á Íslandi. „Þetta er líka bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér mjög marga skammta af svo það verður mjög ánægjulegt þegar þetta bætist við. Síðan er kannski vert að benda á að bæði Pfizer og AstraZeneca hafa verið að vinna mjög hart að því að auka framleiðslugetu sína, einkum fyrir Evrópumarkað, og þá má kannski vænta þess að það fari eitthvað að fjölga í afhendingapökkunum sem við erum að fá.“ Um það bil 2.200 manns fengu bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag.Vísir/Sigurjón Minnst 190 þúsund skammtar fyrir lok júní Í gær höfðu rúmlega 29 þúsund einstaklingar hafið eða lokið bólusetningu við Covid-19 hér á landi og fjölgaði í þeim hópi í dag. Samkvæmt núgildandi áætlunum Pfizer, AstraZeneca og Moderna áforma fyrirtækin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní en einungis liggur fyrir afhendingaráætlun út mars eða apríl. Rúna segir óljóst hvenær fyrsta sendingin af bóluefni Janssen berist til landsins en það yrði sennilega í fyrsta lagi í apríl. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við RÚV í dag að hún vænti þess að afhendingarætlun Janssen verði tilbúin fljótlega eftir að efnið fær markaðsleyfi og þar að auki sé brátt von á afhendingaráætlunum Moderna og Pfizer fyrir annan ársfjórðung. „Við erum bara hóflega bjartsýn með þetta allt saman, það sem er að gerast er að markaðsleyfunum er að fjölga,“ segir Rúna en þrjú önnur bóluefni gegn Covid-19 eru komin í svokallað áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu: Sputnik V og efnin frá Novavax og CureVac. „Þá eru fyrirtækin farin að skila inn upplýsingum og rannsóknarniðurstöðum inn til Evrópsku lyfjastofnunarinnar sem mun þá flýta fyrir um leið og þau leggja inn umsókn fyrir markaðsleyfi.“ Af þeim þremur framleiðendum hefur Ísland einungis undirritað samning við CureVac um kaup á bóluefni fyrir 90 þúsund einstaklinga en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út að líklega verði gengið til samninga við Novavax eftir að fyrirtækið hefur lokið viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Rúna segir að heilt yfir sé útlit fyrir að framboð af bóluefnum eigi eftir að aukast á næstu mánuðum.„Mér finnst þetta vera mjög jákvæð teikn og ég held að ef horft er yfir allt þá sé alveg ótrúlegt að rétt rúmu ári eftir að þessi faraldur fór að láta á sér kræla þá sé fjórða markaðsleyfið að koma. Það er búið að þróa og framleiða bóluefni og farið að bólusetja milljónir manna um allan heim, ég held að það sé alveg ótrúlegt afrek.“Fram kom um helgina að íslensk stjórnvöld hafi samið um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna frá AstraZeneca, Janssen, CuraVac, Moderna og Pfizer/BioNTech. Duga skammtarnir fyrir um 630 þúsund manns en jafnframt hafa Íslendingar tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. 15. febrúar 2021 17:15 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29
Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33
Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. 15. febrúar 2021 17:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent