Afhentu Svandísi ríflega fimm þúsund undirskriftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2021 17:58 Heilbrigðisráðherra tók í dag við ríflega fimm þúsund undirskriftum frá hópnum Aðför að heilsu kvenna. Stofnandi hópsins segir bresti í þjónustu við greiningu á leghálssýnum hafa skapað vantraust. Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið. Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið.
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira