Afhentu Svandísi ríflega fimm þúsund undirskriftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2021 17:58 Heilbrigðisráðherra tók í dag við ríflega fimm þúsund undirskriftum frá hópnum Aðför að heilsu kvenna. Stofnandi hópsins segir bresti í þjónustu við greiningu á leghálssýnum hafa skapað vantraust. Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið. Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið.
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira