Kynnum sterkar kvenfyrirmyndir til sögunnar Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 8. mars 2021 11:00 Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar