„Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 10:30 Amanda Nunes með dóttur sinni Reagan eftir bardagann í nótt. Getty/Chris Unger 32 ára brasilísk bardagakona hefur algjöra yfirburði í sínum þyngdarflokki í UFC og hún varar aðrar við því að fjölgun í fjölskyldunni hennar boði bara eitt. Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) MMA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Sjá meira
Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
MMA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins