Geðheilbrigðismál í forgangi Svandís Svavarsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa 5. mars 2021 07:00 Við höfum góða geðheilsu ef okkur líður yfirleitt vel, þekkjum eigin styrk- og veikleika og getum nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Ef geðheilsa okkar er góð erum við betur í stakk búin til að takast á við hversdaginn og ráðum betur við krefjandi aðstæður og erfiðleika. Í umræðu um geðheilbrigðisþjónustu vill gjarnan gleymast að langflestir glíma við geðrænan vanda einhvern tímann á lífsleiðinni; hvort sem um tímabundna vanlíðan ræðir eða langvarandi veikindi. Talið er að um 24% Íslendinga muni upplifa einhvers konar geðröskun á ævinni. Fordómar gagnvart geðsjúkdómum og þekkingarleysi á einkennum og afleiðingum þeirra er því miður enn of algengt í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að í heilbrigðiskerfinu okkar sé í boði viðeigandi þjónusta fyrir þau sem glíma við geðheilsuvanda, og að við aukum fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra til að draga úr fordómum. Útrýmum jaðarsetningu Fólk með geðrænan vanda mætir of oft skilningsleysi af hálfu samfélagsins. Slíkt skilningsleysi getur skilað sér í því að þau sem glíma við slíkan vanda verða fyrir aðkasti og fordómum, eiga í erfiðleikum með að fá vinnu og eru jafnvel talin hættulegri en annað fólk, svo dæmi séu nefnd. Fordómar geta líka haft þau áhrif að fólk leitar sér síður hjálpar. Jaðarsetning fólks sem glímir við geðrænan vanda er veruleiki sem þarf að útrýma. Við þurfum að passa betur upp á hvert annað og vinna markvisst að því að eyða fordómum fyrir geðsjúkdómum úr samfélaginu. Til að því megi koma við þarf markvisst að auka fræðslu og forvarnir, hætta að skilgreina fólk út frá veikindum og breyta markvisst neikvæðri orðræðu um geðsjúkdóma. Þannig tryggjum við að þau sem þarfnast geðheilbrigðisþjónustu njóti sömu virðingar og þau sem glíma við líkamleg veikindi. Efling geðheilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði í þessu samhengi. Margt hefur gerst í geðheilbrigðismálum á kjörtímabilinu Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið efld mikið á kjörtímabilinu og aðgengi að henni bætt um allt land. Í fyrsta lagi má nefna að á kjörtímabilinu hefur fjárveiting til geðþjónustu innan heilsugæslunnar stóraukist, en aukningin nemur rúmlega 800 milljónum króna. Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 og á fjárlögum 2021 var samþykkt 540 milljóna króna viðbótarfjárveiting á hvoru ári vegna Covid-19 til að efla þverfaglegra geðheilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóreflt um land allt. Til dæmis hefur sálfræðingum í heilsugæslunni fjölgað úr 33 upp í um 66 á kjörtímabilinu. Geðheilsuteymi um land allt hafa verið fjármögnuð og hafa tekið til starfa en árið 2020 sinntu teymin rúmlega 2600 manns. Sérstakt geðheilsuteymi fyrir fanga hefur tekið til starfa, sérstakt geðheilsuteymi fyrir fjölskyldur og annað teymi fyrir fólk með þroskahömlum og skyldar raskanir. Til að bregðast sérstaklega við aðstæðum tengdum Covid-19 var í apríl 2020 sett á fót geðráð sem hefur það hlutverk að tryggja samhæfða upplýsingagjöf til notenda geðheilbrigðisþjónustu. Einnig sem viðbragð við Covid-19 faraldrinum hafa tveir stýrihópar verið stofnaðir, annars vegar til að vakta geðheilsu þjóðarinnar og hins vegar til að vakta lýðheilsu þjóðarinnar á tímum heimsfaraldurs. Í lok árs 2020 var boðað til geðheilbrigðisþings um stefnumótun og framtíðarsýn og nú er unnið að heildarstefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 í heilbrigðisráðuneytinu. Stefnan verður byggð á heilbrigðisstefnu. Hvert stefnir Vinstrihreyfingin – grænt framboð? Mikilvægt er að halda áfram að byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur í geðheilbrigðismálum á síðastliðnu kjörtímabili. Í velferðarstefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er meðal annars lögð áhersla á öfluga geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni og öflugar forvarnir þegar kemur að geðheilbrigði. Öllum þarf að gefast kostur á þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem þau þarfnast og hafa rétt á, óháð búsetu, fjárhag og félagslegum aðstæðum. Með því að tryggja og efla þjónustuna drögum við líka úr fordómum. Ekki má gleymast að geðrænn vandi hefur ekki eingöngu áhrif á þau sem við hann glíma heldur umhverfi þeirra, aðstandendur og samfélagið í heild. Án fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu glatast dýrmætur mannauður og því er hagur allra að setja geðheilbrigðismálin í forgang. Það viljum við gera áfram. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Helga Margrét Jóhannesdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum góða geðheilsu ef okkur líður yfirleitt vel, þekkjum eigin styrk- og veikleika og getum nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Ef geðheilsa okkar er góð erum við betur í stakk búin til að takast á við hversdaginn og ráðum betur við krefjandi aðstæður og erfiðleika. Í umræðu um geðheilbrigðisþjónustu vill gjarnan gleymast að langflestir glíma við geðrænan vanda einhvern tímann á lífsleiðinni; hvort sem um tímabundna vanlíðan ræðir eða langvarandi veikindi. Talið er að um 24% Íslendinga muni upplifa einhvers konar geðröskun á ævinni. Fordómar gagnvart geðsjúkdómum og þekkingarleysi á einkennum og afleiðingum þeirra er því miður enn of algengt í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að í heilbrigðiskerfinu okkar sé í boði viðeigandi þjónusta fyrir þau sem glíma við geðheilsuvanda, og að við aukum fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra til að draga úr fordómum. Útrýmum jaðarsetningu Fólk með geðrænan vanda mætir of oft skilningsleysi af hálfu samfélagsins. Slíkt skilningsleysi getur skilað sér í því að þau sem glíma við slíkan vanda verða fyrir aðkasti og fordómum, eiga í erfiðleikum með að fá vinnu og eru jafnvel talin hættulegri en annað fólk, svo dæmi séu nefnd. Fordómar geta líka haft þau áhrif að fólk leitar sér síður hjálpar. Jaðarsetning fólks sem glímir við geðrænan vanda er veruleiki sem þarf að útrýma. Við þurfum að passa betur upp á hvert annað og vinna markvisst að því að eyða fordómum fyrir geðsjúkdómum úr samfélaginu. Til að því megi koma við þarf markvisst að auka fræðslu og forvarnir, hætta að skilgreina fólk út frá veikindum og breyta markvisst neikvæðri orðræðu um geðsjúkdóma. Þannig tryggjum við að þau sem þarfnast geðheilbrigðisþjónustu njóti sömu virðingar og þau sem glíma við líkamleg veikindi. Efling geðheilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði í þessu samhengi. Margt hefur gerst í geðheilbrigðismálum á kjörtímabilinu Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið efld mikið á kjörtímabilinu og aðgengi að henni bætt um allt land. Í fyrsta lagi má nefna að á kjörtímabilinu hefur fjárveiting til geðþjónustu innan heilsugæslunnar stóraukist, en aukningin nemur rúmlega 800 milljónum króna. Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 og á fjárlögum 2021 var samþykkt 540 milljóna króna viðbótarfjárveiting á hvoru ári vegna Covid-19 til að efla þverfaglegra geðheilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóreflt um land allt. Til dæmis hefur sálfræðingum í heilsugæslunni fjölgað úr 33 upp í um 66 á kjörtímabilinu. Geðheilsuteymi um land allt hafa verið fjármögnuð og hafa tekið til starfa en árið 2020 sinntu teymin rúmlega 2600 manns. Sérstakt geðheilsuteymi fyrir fanga hefur tekið til starfa, sérstakt geðheilsuteymi fyrir fjölskyldur og annað teymi fyrir fólk með þroskahömlum og skyldar raskanir. Til að bregðast sérstaklega við aðstæðum tengdum Covid-19 var í apríl 2020 sett á fót geðráð sem hefur það hlutverk að tryggja samhæfða upplýsingagjöf til notenda geðheilbrigðisþjónustu. Einnig sem viðbragð við Covid-19 faraldrinum hafa tveir stýrihópar verið stofnaðir, annars vegar til að vakta geðheilsu þjóðarinnar og hins vegar til að vakta lýðheilsu þjóðarinnar á tímum heimsfaraldurs. Í lok árs 2020 var boðað til geðheilbrigðisþings um stefnumótun og framtíðarsýn og nú er unnið að heildarstefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 í heilbrigðisráðuneytinu. Stefnan verður byggð á heilbrigðisstefnu. Hvert stefnir Vinstrihreyfingin – grænt framboð? Mikilvægt er að halda áfram að byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur í geðheilbrigðismálum á síðastliðnu kjörtímabili. Í velferðarstefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er meðal annars lögð áhersla á öfluga geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni og öflugar forvarnir þegar kemur að geðheilbrigði. Öllum þarf að gefast kostur á þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem þau þarfnast og hafa rétt á, óháð búsetu, fjárhag og félagslegum aðstæðum. Með því að tryggja og efla þjónustuna drögum við líka úr fordómum. Ekki má gleymast að geðrænn vandi hefur ekki eingöngu áhrif á þau sem við hann glíma heldur umhverfi þeirra, aðstandendur og samfélagið í heild. Án fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu glatast dýrmætur mannauður og því er hagur allra að setja geðheilbrigðismálin í forgang. Það viljum við gera áfram. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Helga Margrét Jóhannesdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar